Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Nachos með mozzarella og chorizo-pylsu

Berg­lind Guð­munds­dótt­ir með upp­skrift að góð­um snakk­rétti.

Nachos með mozzarella og chorizo-pylsu

Hér er uppskrift að margslungnum snakkrétti fyrir ýmis tilefni.


1 laukur, saxaður
2 stk (um 250 g hvor) chorizo pylsa, skorin í bita (eða rifin gróft)
500 g nautahakk
1 msk cumin (ath. ekki kúmen)
375 ml bjór
660 ml tómatmauk (tómat passata)
1 msk oregano
ca. 500 g nachos
200 g mozzarellaostur
2 avocado, skorið í litla bita
rauðlaukur, saxaður
2 matskeiðar safi úr fersku lime
ferskt kóríander, saxað

Steikið lauk og pylsuna við háan hita í um 5 mínútur. Bætið þá nautahakki og cumin saman við og steikið í nokkrar mínútur eða þar til kjötið hefur brúnast. Hellið þá bjórnum saman við og látið malla í 5 mínútur.
Hellið því næst tómatmaukinu og oregano út á pönnuna, saltið og piprið og látið malla í um klukkustund eða þar til vökvinn hefur soðið verulega niður.
Dreifið úr nachosi á ofnplötu eða í eldfast form, setjið chorizo blönduna á nokkra bita og mozzarellaost yfir, endurtakið ef þið viljið hafa nokkur lög af nachosinu. Setjið í 200°c heitan ofn í um 15 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.

Blandið avocado, rauðlauk og límónusafa saman í skál og hellið yfir nachosið þegar það kemur úr ofni. Stráið að lokum kóríander yfir allt og toppið með sýrðum rjóma og mögulega jalapenos.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár