Hér er uppskrift að margslungnum snakkrétti fyrir ýmis tilefni.
1 laukur, saxaður
2 stk (um 250 g hvor) chorizo pylsa, skorin í bita (eða rifin gróft)
500 g nautahakk
1 msk cumin (ath. ekki kúmen)
375 ml bjór
660 ml tómatmauk (tómat passata)
1 msk oregano
ca. 500 g nachos
200 g mozzarellaostur
2 avocado, skorið í litla bita
rauðlaukur, saxaður
2 matskeiðar safi úr fersku lime
ferskt kóríander, saxað
Steikið lauk og pylsuna við háan hita í um 5 mínútur. Bætið þá nautahakki og cumin saman við og steikið í nokkrar mínútur eða þar til kjötið hefur brúnast. Hellið þá bjórnum saman við og látið malla í 5 mínútur.
Hellið því næst tómatmaukinu og oregano út á pönnuna, saltið og piprið og látið malla í um klukkustund eða þar til vökvinn hefur soðið verulega niður.
Dreifið úr nachosi á ofnplötu eða í eldfast form, setjið chorizo blönduna á nokkra bita og mozzarellaost yfir, endurtakið ef þið viljið hafa nokkur lög af nachosinu. Setjið í 200°c heitan ofn í um 15 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.
Blandið avocado, rauðlauk og límónusafa saman í skál og hellið yfir nachosið þegar það kemur úr ofni. Stráið að lokum kóríander yfir allt og toppið með sýrðum rjóma og mögulega jalapenos.
Athugasemdir