En hefur þetta allt saman áhrif á líðan yfir daginn, líkamlega og andlega orku, matarlyst, heilsu og holdafar? Já, að einhverju leyti – en kannski ekki eins mikil og fólk heldur.
Allir kannast við frasann ,,morgunverðurinn er mikilvægasta máltíð dagsins“ og flestir trúa því að þetta sé alveg rétt, hvernig sem þeim gengur svo að tileinka sér hann og borða staðgóða og heilsusamlega máltíð á hverjum morgni. En er þetta í rauninni svo? Er morgunverðurinn svona mikilvægur? Eru þeir sem sleppa morgunverðinum alveg – eða láta kaffibolla eða eitthvað slíkt duga – að stofna heilsunni í hættu?
Vissulega hefur komið fram í rannsóknum að fólk sem borðar morgunverð á morgnana er að jafnaði hraustara og grennra en fólk sem sleppir honum alveg. Það gleymist hins vegar að geta þess að í þessum rannsóknum hefur líka komið fram að fólk sem borðar staðgóðan morgunverð lifir gjarna heilbrigðara lífi en þeir sem sleppa honum alveg svo að ekki er vel ljóst hvað er orsök og hvað afleiðing. Er fólk hraustara og grennra vegna þess að það borðar morgunmat eða er það kannski frekar heilsubetra vegna þess að það lifir heilbrigðara lífi frá morgni til kvölds?
Athugasemdir