Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Litríkt líf konu sem fellur ekki í formið

Þrátt fyr­ir að hafa mætt mót­læti í lífi og starfi hef­ur Mar­grét Erla Maack aldrei lagt ár­ar í bát og held­ur ótrauð áfram að feta sinn eig­in veg sem sjón­varps­kona, út­varps­stýra, sirk­us­stjóri, dans­ari, pistla­höf­und­ur, grín­isti og alt mulig kona. Mar­grét tal­ar um óþægi­lega fundi með Jóni Gn­arr, tjá­ir sig um orð­in sem gerðu allt vit­laust og hót­an­ir um nauðg­un.

Margrét Erla Maack er marghöfða skrímsli. Frá unga aldri hefur hún fetað sína eigin ótroðnu slóð. Hvar sem hún stingur niður fæti, hvort sem það er í útvarpi, sjónvarpi, á sviði, í leikhúsi eða á brjóstunum með Sirkus Íslands, er eftir því tekið. Þrátt fyrir að vera ung að árum hefur hún lifað litríku lífi og er engan veginn orðin södd. Nú síðast vakti hún athygli fyrir heiðarlega lýsingu á kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir í myndbandi fyrir Druslugönguna og svo í kjölfarið kaldhæðna beiðni sína að Vestmannaeyingar ættu vinsamlegast að nauðga heima hjá sér, í umræðum um kynferðisbrot á þjóðhátíð.

Til að byrja á byrjuninni segir Margrét foreldra sína ekki vissa um hvort getnaður hennar hafi átt sér stað í Nice í Frakklandi eða Lúxemborg „en þau fullyrða samt að það sé ástæðan fyrir því að mér finnst svo gaman að hafa það næs og lúxuslegt“. Segist hún lengi hafa verið feitasta barn á Íslandi, sem hafi gert það að verkum hversu lengi hún var að læra að ganga. Þrátt fyrir þyngdina segist hún hafa verið verulega matvönd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár