Í litlu þorpi í Danmörku er að finna fjölmennan grunnskóla, rekinn af Rauða krossinum, fyrir börn á flótta. Þar koma saman börn úr öllum heimshlutum, úr ólíkum menningarheimum, en eiga það öll sameiginlegt að bíða í óvissu eftir svari um hvort þau séu nú loksins komin í öruggt skjól. Á einu ári er áttatíu prósenta velta á börnum í hverjum skólabekk. Fáum er veitt hæli í Danmörku og fá fæstir því nokkurn tímann tækifæri til verða hluti af samfélaginu. Flóttinn heldur áfram.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Líf á flótta með augum barna
Danski leikstjórinn Andreas Koefoed fékk einstaka innsýn í hugarheim barna á flótta. Hann segir öll börn vilja það sama - að leika sér og fá að vera börn. Lögfræðingur Rauða krossins á Íslandi segir börn hælisleitenda hér á landi oft þurfa að bíða í nokkra mánuði eftir skólavist.
Athugasemdir