Sóknarnefndin í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd er í fjárhagsvandræðum vegna vaxtakostnaðar. Sóknarnefndin óskaði á dögunum eftir fjárstuðningi frá Sveitarfélaginu Vogum vegna vaxtakostnaðar láns sem tekið var í tengslum við stækkun kirkjugarðsins að Kálfatjörn. Erindi gjaldkera Kálfatjarnarkirkjugarðs var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Voga en afgreiðsla málsins var ekki sú sem sóknarnefndin hafði sóst eftir því ekki var hægt að verða við erindinu. Sóknarnefndin þarf því að finna aðrar leiðir til þess að greiða vaxtakostnaðinn en ekki er vitað hversu hár hann er.
Kirkjugarðurinn að fyllast
Það var fyrir rúmum þremur árum síðan sem sóknarnefndin ákvað að ráðast í stækkun á kirkjugarðinum en samkvæmt formanni sóknarnefndarinnar, Símoni Rafnssyni, voru laus pláss af afar skornum skammti. Því hafi einfaldlega ekki annað verið í stöðunni en að stækka. En hvernig ætlar sóknarnefndin að afla fjár svo hægt sé að greiða vaxtakostnaðinn?
„Við urðum að gera þetta“
„Við erum ekki búin að ræða þetta í …
Athugasemdir