Við afhendingu íslensku þekkingarverðlaunanna í lok apríl sagði forseti Íslands að ferðaþjónustan stæði á tímamótum, að hún þyrfti að vera á varðbergi og forðast að taka róttækar ákvarðanir. Þemað í ár var „fagmennska og færni í ferðaþjónustu“; Íslenskir fjallaleiðsögumenn voru tilnefndir til verðlaunanna, en biðu lægri hlut gegn Bláa Lóninu.
Það eru bara fáein ár síðan litið var á leiðsögn sem sumarstarf fyrir vaska kennara, og því má teljast til stórfrétta að fyrirtæki sem sérhæfir sig í leiðsögn sé tilnefnt til slíkra verðlauna. Uppgangur iðnaðarins virðist aukast á hverju ári og ef spár ganga eftir um að 2,3 milljónir ferðamanna komi til landsins í ár má búast við því að það verði nóg að gera fyrir leiðsögumenn.
Þrátt fyrir þessa velgengni kraumar undir yfirborðinu óánægja vegna kjaramála, fljótfærni og skammsýnna atvinnurekenda, og jafnframt ótti við að vaxtarverkirnir sem iðnaðurinn er að fara í gegnum séu merki um hvernig hlutir munu …
Athugasemdir