Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hvort fara sjómenn eða Þorgerður Katrín með rangt mál?

Jón­as Garð­ars­son, formað­ur Sjó­manna­fé­lags Ís­lands, stað­fest­ir frá­sögn Vil­hjálms Birg­is­son­ar um að Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, hafi hót­að sjó­mönn­um laga­setn­ingu. Þor­gerð­ur Katrín seg­ir það ein­fald­lega ekki rétt.

Hvort fara sjómenn eða Þorgerður Katrín með rangt mál?
Þorgerður Katrín Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra.

Í gærkvöldi var samningur Sjómannasambands Íslands samþykktur með naumum meirihluta. Niðustaðar atkvæðagreiðslunnar var tilkynnt hjá ríkissáttasemjara klukkan 20:45. Fór kosningin um samningin þannig að 52,3 prósent samþykktu hann en 46,9 prósent greiddu atkvæði gegn honum. Auðir og ógildir seðlar voru átta. Alls kusu 1189 sjómenn um samningin, og voru 623 atkvæði greidd með honum en 558 greidd gegn.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, hafa hótað sjómönnum lagasetningu, og þannig stillt þeim upp við vegg að semja við útgerðarmenn. 

Þorgerður Katrín neitaði því í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 að hafa hótað lagasetningu. (Samtalið hefst eftir rúmar 34 mínútur af þættinum.) „Nei það er einfaldlega ekki rétt,“ sagði Þorgerður í samtali við Sigmar Guðmundsson. Sigmar gekk á Þorgerði og spurði hana aftur: „Sagðir þú þeim um helgina að það væru lög tilbúin og þau yrðu sett ef menn myndu ekki semja stuttu síðar? Voru þau orð hangandi yfir samninganefndunum þarna um helgina?“

„Loðnan er komin hérna, hún setti auðvitað þrýsting á alla.“

Þorgerður svaraði spurningunni: „Ja, það er alveg ljóst að við ræddum þetta, við sögðum, það eru komnar tíu vikur í verkfalli. Menn áttuðu sig á að það var komið að þessum skurðpunkti. Loðnan er komin hérna, hún setti auðvitað þrýsting á alla. Loðnan er komin, og það eru náttúrlega ekki margir kostir eftir þegar menn eru búnir að vera tíu vikur í verkfalli. En það er af og frá að þeim hafi verið hótað.“

Vilhjálmur tjáði sig fyrst um málið opinberlega í Facebook-færslu í gærkvöldi. Þar sagði hann að hluta sjómannaforystunnar hefði verið tilkynnt að búið væri að gera klár lög á deiluna. „En ráðherrann sagði „þetta er ekki hótun“! Jafnframt sagði hún að sjómannaforystan hefði til miðnættis að svara þessu sáttatilboði, því ef tilboðinu yrði ekki tekið og deilan myndi ekki leysast þá þyrfti hún að hringja í forseta Alþings til að kalla Alþingi saman og setja lög á sjómenn!“

„Hann staðfestir að í öllum atriðum er frásögn Vilhjálms af fundinum rétt.“

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands var einnig á viðstaddur fundinn með Þorgerði Katrínu þar sem lagasetning var rædd. Ekki náðist í Jónas við vinnslu fréttarinnar, þar sem hann er á sjó. Á síðu SÍ kom hinsvegar inn tilkynning í dag. Þar segir: „Vegna samskipta sjómanna við sjávarútvegsráðherra og viðtala við Vilhjálm Birgisson formanns VLFA um málið, þar sem sjómönnum var hótað lagasetningu til að stöðva verkfall sjómanna, skal tekið fram að formaður Sjómannafélags Íslands, Jónas Garðarsson, var á umræddum fundi með sjávarútvegsráðherra. Hann staðfestir að í öllum atriðum er frásögn Vilhjálms af fundinum rétt.“

Því er ljóst að annaðhvort fara talsmenn sjómannaforystunnar með rangt mál, eða Þorgerður Katrín segir ekki rétt frá. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár