Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Björn Ingi um fjárkúgunina: „Ég veit ekkert um þetta mál“

Hlín og Malín kröfðu Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son um millj­ón­ir. Ætl­uðu ann­ars að gera tölvu­póst um fjár­hags­leg tengsl for­sæt­is­ráð­herra við Björn Inga op­in­ber­an. Á að hafa kom­ið að fjár­mögn­un á hlut Björns Inga í DV.

Björn Ingi um fjárkúgunina: „Ég veit ekkert um þetta mál“

Systurnar og fjölmiðlakonurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru handteknar á föstudag vegna fjárkúgunar á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Þetta kemur fram í frétt á vef Vísis. 

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Vísis sendu systurnar bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna ella yrðu upplýsingar sem áttu að vera viðkvæmar fyrir forsætisráðherra gerðar opinberar.

Ætluðu að opinbera viðkvæmar upplýsingar
Ætluðu að opinbera viðkvæmar upplýsingar Kröfðu forsætisráðherra um milljónir.

Systurnar eru báðar þekktar fjölmiðlakonur. Hlín Einarsdóttir var áður ritstjóri Bleikt.is og þá er hún fyrrverandi sambýliskona Björns Inga Hrafnssonar aðaleiganda Vefpressunnar. Malín Brand er bílablaðamaður á Morgunblaðinu en samkvæmt frétt Vísis er hún komin í leyfi frá störfum til 1. ágúst næstkomandi.

Bæði Malín og Hlín eru með slökkt á símum sínum og ekki hefur náðst í þær með öðrum leiðum. 

Tölvupóstur á milli Sigmundar og Björns Inga

Upplýsingarnar sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hótuðu að gera opinberar snúast um fjárhagsleg tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns. Þetta kemur fram í frétt á Vísi

Samkvæmt heimildum Stundarinnar snýst málið um tölvupóst sem á að hafa farið á milli Sigmundar Davíðs og Björns Inga í tengslum við kaup þess síðarnefnda á DV í lok síðasta árs. Heimildir Vísis herma sömuleiðis að málið snúist um kaupin á DV. Björn Ingi Hrafnsson, fyrrum sambýlismaður Hlínar og útgefandi DV, segist ekki vita hvað systurnar höfðu á Sigmund Davíð í samtali við Stundina. „Ég veit ekki um það, ég veit ekkert um þetta mál. Það hefur enginn spurt mig um það. Maðurinn hefur ekkert að fela enda vísaði hann málinu til lögreglunnar,“ svarar Björn Ingi spurður um hvort málið snúi að tölvupósti sem á að hafa farið á milli hans og Sigmundar Davíðs. „Þetta er bara svo sorglegt mál,“ segir Björn Ingi að lokum.

Voru að sækja féð

Í tilkynningu frá lögreglu sem barst rétt eftir klukkan ellefu í morgun segir að tvær konur á fertugsaldri hafi verið handteknar fyrir helgina í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tilraun til fjárkúgunar. „Konurnar voru handteknar í Hafnarfirði um hádegisbil sl. föstudag. Þær eru grunaðar um að hafa sent bréf í pósti heim til forsætisráðherra og krafist þess að hann greiddi þeim tiltekna fjárupphæð. Enn fremur var tilgreint að fjármunina ætti að skilja eftir á ákveðnum stað sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði. Þar handtók lögreglan konurnar.
Við yfirheyrslur játuðu konurnar að hafa sent umrætt bréf og var þeim sleppt að yfirheyrslum loknum. Málið hefur verið rannsakað og unnið í góðri samvinnu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og embættis ríkislögreglustjóra. Málið telst að mestu upplýst en að lokinni rannsókn verður það sent til ríkissaksóknara, sem tekur ákvörðun um næstu skref,“ segir í tilkynningunni. 

„Eins og staðan er núna þá erum við ekki að bæta neinu við þær upplýsingar sem koma fram í tilkynningunni,“ segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvort til standi að greina efnislega frá því í hverju fjárkúgunin hafi falist.

Neitaði að tjá sig um fjármögnun

Björn Ingi var spurður af Kjarnanum í lok síðastliðins nóvembermánaðar hvernig kaupin á DV voru fjármögnuð. Hann neitaði þá að tjá sig um bæði kaupverð og fjármögnun. „Kaupverðið er trúnaðarmál. Og sömuleiðis hvernig þau eru fjármögnuð, en þetta er samvinnuverkefni með þeim sem áttu blaðið,“ var haft eftir Birni Inga í frétt Kjarnans.

Fréttin verður uppfærð þegar nýjar upplýsingar berast. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
2
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Þegar borgin fór á taugum
5
Greining

Þeg­ar borg­in fór á taug­um

Meiri­hlut­inn í borg­inni sprakk óvænt í lok síð­ustu viku rétt eft­ir ham­fara­veð­ur sem geis­að hafði á land­inu öllu. Öskureið­ur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leiddi til þess að Fram­sókn ákvað að leita hóf­anna í mis­heppn­uð­um póli­tísk­um leið­angri sem sprengdi meiri­hluta­sam­starf­ið. Póli­tísk­ir eld­inga­storm­ar og rauð­ar við­var­an­ir voru víða í stjórn­mál­um vik­una ör­laga­ríku.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
6
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár