Breytingar sitjandi ríkisstjórnar á skattkerfinu hafa komið best út fyrir efnuðustu hópa íslensks samfélags. Það svigrúm sem myndast hafði í ríkisfjármálum þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar tók við árið 2013 hefur að mestu leyti verið nýtt til að létta skattbyrði og skuldum af hinum velmegandi.
Meirihluti skattalækkana ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar skilar ríkustu Íslendingunum langmestu. Umtalsverð tilfærsla á fjárhagslegum byrðum hefur átt sér stað á þessu kjörtímabili, annars vegar með breytingum á skattkerfinu og hins vegar með ríkisafskiptum þar sem hið opinbera niðurgreiðir einkaskuldir fólks með skattfé.
Athugasemdir