Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hægt og notalegt

Nanna Rögn­vald­ar sýn­ir okk­ur hvernig hæg­eld­un get­ur gert dýrð­ar­inn­ar hnoss­gæti úr hrá­efni.

Um helgar gefst oft góður tími til eldamennsku. Þá er hægt að elda fínar steikur og flókna rétti – en það er ekki síður tilvalið að nota helgarnar í að matreiða rétti sem eru einfaldir og ódýrir en alls ekki fljótlegir – þurfa langan tíma en sjá að miklu leyti um sig sjálfir.

Fátt er betur til slíks fallið en gufusteiktir (brasseraðir) kjötréttir. Ódýru bitarnir sem við gleymum oft vegna þess að þeir henta alls ekki í snögga eldamennsku, þá verða þeir ólseigir og þurrir, enda innihalda þeir oft mikið af bandvef eða seigum vöðvum sem ekkert meyrna við steikingu við háan, þurran hita. Nei, þessir bitar þurfa langa og hæga suðu eða steikingu í lokuðum potti með frekar litlum en bragðmiklum vökva, þar sem gufan leikur um þá og heldur þeim rökum á meðan bandvefurinn leysist hægt og rólega upp, kjötið meyrnar og bragðið kemur smám saman fram. Og það þarf næstum ekkert að hafa fyrir þessu.

Stundum þarf þó dálitla fyrirhyggju – sumt er gott að marínera og mjög margir réttir af þessu tagi hafa ekkert nema gott af því að bíða fulleldaðir upphitunar til næsta dags og fylla þá íbúðina af unaðslegum ilmi öðru sinni. Það er reyndar galli líka því það getur verið erfitt að láta pottinn í friði þegar 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár