Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Grímsey er of falleg til að leggjast í eyði

Kyn­ferð­is­brota­mál og of­ur­skuld­setn­ing draga ekki kjarkinn úr íbú­um í Gríms­ey. Hjalti Óm­ar Ág­ústs­son kenn­ari lýs­ir lausn­um, lífs­gleði og bjart­sýni eyj­ar­skeggja.

Hjalti Ómar Ágústsson kennari flutti ásamt Sigrúnu Magnúsdóttur eiginkonu og tveimur ungum börnum þeirra til Grímseyjar síðastliðið haust. Í viðtali við Sigurð Bjarnason, ibúa í Grímsey í síðasta tölublaði Stundarinnar, staðhæfði Sigurður að allir íbúar eyjunnar, 73 talsins, vildu búa áfram í eynni. Hjalti tekur undir að það sé gott að búa í Grímsey.

Sigurður lýsti þó miklum áhyggjum af stöðunni og kallaði eftir annað hvort opinberu átaki eyjunni til bjargar eða samfélagslegri ábyrgð Íslandsbanka. Útgerðarfélögin þrjú í eynni dingla öll í snöru bankans vegna skuldsetningar og hafa eyjaskeggjar neyðst til að velta vöngum yfir eigin örlögum ef sjósókn verður úr sögunni.„Atvinnulífið byggir augljóslega að mestu á fiskveiðum, annað hvort beint eða óbeint. Það byggir á vinnu í kringum veiddan afla og þjónustu við útgerðir. Svo er afleidd þjónusta eins og verslun og skóli,“ segir Hjalti, spurður hvort byggð í eynni muni lifa af drastískar breytingar í sjávarútvegi.  

„Á móti …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár