Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Forseti Skáksambandsins fékk fé sem var eyrnamerkt unglingum

Deil­ur vegna hækk­aðra launa Gunn­ars Björns­son­ar, for­seta Skák­sam­bands Ís­lands, halda áfram. Sam­kvæmt fund­ar­gerð­um voru laun hans, sem koma frá rík­inu, eyrna­merkt út­breiðslu- og ung­linga­starfi. Kær­asta Gunn­ars lagði fram til­lögu um að hækka starfs­hlut­fall hans ár­ið 2013. Gagn­rýn­inn skák­mað­ur úti­lok­að­ur.

Forseti Skáksambandsins fékk fé sem var eyrnamerkt unglingum
Forseti Skáksambandsins Samkvæmt fundargerðum voru laun Gunnars Björnssonar ætluð unglinga- og útbreiðslustarfi.

Deilur íslenskra skákmanna vegna launa Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands, halda áfram. Laun forsetans voru fengin með fjárframlagi sem eyrnarmerkt var auknu útbreiðslu- og unglingastarfi. Forseti og varaforseti hófu ástarsamband og fylgdu hrókeringar í kjölfarið. 

Gagnrýninn skákmeistari hefur verið útilokaður úr Facebook-hópi skákmanna vegna gagnrýni sinnar.

Stundin greindi frá því í júní að mörgum skákmönnum væri misboðið vegna launa Gunnars en samkvæmt nýjasta ársreikningi samtakanna voru laun hans, fyrir utan launatengdan kostnað sambandsins, á sjöunda hundrað þúsund krónur á mánuði.

Í tölvupósti til blaðamanns bendir formaður eins stærsta aðildarfélags Skáksambands Íslands, á rangfærslur í orðum Gunnar í fyrri frétt

Formaðurinn biðst undan því að koma fram undir nafni starfs síns vegna. Formaðurinn segir að Gunnar fari beinlínis með rangt mál þegar hann heldur því fram að laun sín séu „ekki tekin af neinum“. 

Fjárframlag ætlað í unglingastarf

„Það kemur skýrt fram í fundargerð Skáksambands Íslands frá 8. desember 2011 að peningurinn sem notaður var í upphafi til að koma forsetanum í borgaða „verkefnastjórastöðu“ var ætlaður í annað,“ skrifar formaðurinn. 

Þetta „annað“ sem formaðurinn nefnir er unglinga- og útbreiðslustarf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu