Ég er sannarlega með þráhyggju fyrir mittisþjálfun,“ skrifaði raunveruleikastjarnan Kim Kardashian við Instagram mynd af sjálfri sér íklæddri bláum mittisþjálfa og milljónir ungra stúlkna um allan heim brugðust við. Mittisþjálfar, eða waist trainers, hafa á undanförnum mánuðum vaxið mjög í vinsældum meðal ungra kvenna hér á landi. Sem dæmi seldust hátt í tvö hundruð belti á nokkrum dögum á vinsælli tilboðssíðu í síðasta mánuði. Gjafaleikur á vinsælum Snapchat aðgangi afhjúpaði gríðarlegan áhuga og þá segjast þjálfarar taka eftir aukinni notkun mittisþjálfa í ræktinni.
Verður sjálfkrafa beinni í baki
„Persónulega finnst mér þetta hafa fleiri kosti en galla,“ segir Lína Birgitta Sigurðardóttir, verslunareigandi og lífstílsbloggari, í samtali við Stundina. Hún segist fyrst og fremst nota mittisþjálfann á æfingum þó svo að tilgangurinn með honum sé annar. Lína er veik í baki eftir að hafa lent í bílslysi á síðasta ári. Þar af leiðandi á hún erfitt með að gera margar æfingar í ræktinni. Mittisþjálfinn hjálpar henni við að vera bein í baki og kemur í veg fyrir að hún geri æfingarnar vitlaust. „Um leið og þú ert með hann utan á þér, af því hann þrengir svo að þér, þá verðurðu sjálfkrafa beinni í baki og meðvitaðri um líkamsstöðuna,“ segir hún.
Notarðu hann þá í samráði við sjúkraþjálfara? „Nei, reyndar ekki. Ég prófaði bara að nota hann á æfingum og fann strax muninn. Ég ræddi síðan við sjúkraþjálfarann minn og sagði honum að mér finnst mittisþjálfinn hjálpa mér. Þá sagði hann mér bara að halda áfram að nota hann.“
„Auðvitað vill maður minnka mittið og það hefur alltaf verið markmiðið.“
Aðspurð hvort hún noti ekki beltið í þeim tilgangi að „þjálfa“ mittið og gera það grennra, segir hún það hafa verið ástæðuna fyrir kaupunum. Hitt hafi bara komið skemmtilega á óvart. „Ég er komin í þrengsta gatið í waist trainernum mínum, þannig ég þarf að fá mér minni. Auðvitað vill maður minnka mittið og það hefur alltaf verið markmiðið. En ég þarf þá að vera duglegri við að vera í honum yfir daginn, en ekki bara þegar ég er á æfingu. Planið hjá mér var að nota hann til þess að „waist traina“ en svo fann ég bara hvað hann er mikil snilld á æfingum. Þannig að ég er farin að fókusa
Athugasemdir