Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ein stærsta og dýrasta ljósasýning landsins í Leifsstöð

Kostaði 190 millj­ón­ir króna að setja upp lýs­ingu þar sem hægt er að setja á norð­ur­ljós­astill­ingu, ís­lenska fán­ann ef Ís­lend­ing­ar verða Evr­ópu­meist­ar­ar í fót­bolta og fleira.

Ein stærsta og dýrasta ljósasýning landsins í Leifsstöð
Flugstöð Leifs Eiríkssonar Ef Íslendingar sigra EM í knattspyrnu í ár þá gæti Isavia kallað fram íslenska fánann með nýrri LED-lýsingu. Mynd: ISAVIA ohf.

Farþegar sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á næstunni gætu átt von á óvæntri ljósasýningu, sennilega þeirri stærstu og dýrustu sem sögur fara af hér á landi. Ástæðan er sú að Isavia ohf., sem sér um rekstur Keflavíkurflugvallar, réðist nýverið í breytingar á lýsingu fyrir um fimm þúsund fermetra verslunarsvæði í norðurbyggingu flugstöðvarinnar.

Breytingarnar kostuðu 190 milljónir króna og fór Isavia með verkið í útboð í gegnum Ríkisskaup. Þrír aðilar skiluðu inn tilboði. Lægstbjóðandi var Rafmiðlun með tæpar 190 milljónir sem er kostnaður við efni, vinnu og uppsetningu. Aðrir bjóðendur voru Fagtækni og Bergraf.

Nýjasta tækni í LED

Samkvæmt Guðna Sigurðssyni, upplýsingafulltrúa Isavia, er nýja lýsingin til komin vegna þess að sú sem fyrir var var komin til ára sinna: „...auk þess sem breyta þurfti lýsingu eftir að verslanir, þjónusta og öryggisleit færðist til en mismunandi lýsingarþarfir eru á þessum stöðum og mikilvægt að tryggja vinnuverndarsjónarmið við lýsingu á svo stórum vinnustað.“

„Á venjulegum degi er þetta bara venjuleg hvít lýsing en á tyllidögum er til dæmis hægt að setja á norðurljósastillingu.“

Þetta er þó engin venjuleg lýsing heldur nýjasta tækni í svokallaðri LED-lýsingu og gerir Isavia kleift að nánast stjórna hverri einustu díóðu í lofti flugstöðvarinnar.

Norðurljósasýning fyrir farþega

Með þessu er meðal annars hægt að kalla fram „norðurljósasýningu“ en Guðni segir að þetta sé í takt við umhverfisstefnu fyrirtækisins þar sem LED-lýsing noti mun minna rafmagn og sé því bæði ódýrari í rekstri og umhverfisvænni.

„LED býður einnig upp á mikinn sveigjanleika í að breyta styrk, litum, hlýleika ljóss og fleira, til dæmis er hægt að hafa hlýrri/kaldari birtu, jólalega birtu um jólin, líkja eftir norðurljósum og fleira. Þannig er hægt að tengja stemninguna í flugstöðinni við árstíðirnar eða það sem er að gerast á Íslandi hverju sinni. Eitt af markmiðunum við endurhönnun verslunarsvæðisins var að tengjast betur náttúru Íslands í litavali og hönnun og auka farþegaupplifun, þessi sveigjanleiki í lýsingu er þáttur í því,“ segir Guðni.

Hægt að búa til fána Gay Pride

Norðurljósasýningin er aðeins lítið brot af því sem fyrirtækið getur nú kallað fram með nýju lýsingunni en Guðni segir að hægt sé að forrita nánast hvað sem er inn í ljósakerfið.

„Þetta er í raun bara venjuleg RGB LED-lýsing sem hægt er að forrita allskonar „mood lýsingu“ í. Á venjulegum degi er þetta bara venjuleg hvít lýsing en á tyllidögum er til dæmis hægt að setja á norðurljósastillingu, íslenska fánann ef Íslendingar verða Evrópumeistarar í fótbolta, Gay Pride fánann á hinsegin dögum og svo framvegis. Við vorum sem sagt bara að uppfæra almenna lýsingu og ákváðum að taka þennan fídus líka.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár