Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ein stærsta og dýrasta ljósasýning landsins í Leifsstöð

Kostaði 190 millj­ón­ir króna að setja upp lýs­ingu þar sem hægt er að setja á norð­ur­ljós­astill­ingu, ís­lenska fán­ann ef Ís­lend­ing­ar verða Evr­ópu­meist­ar­ar í fót­bolta og fleira.

Ein stærsta og dýrasta ljósasýning landsins í Leifsstöð
Flugstöð Leifs Eiríkssonar Ef Íslendingar sigra EM í knattspyrnu í ár þá gæti Isavia kallað fram íslenska fánann með nýrri LED-lýsingu. Mynd: ISAVIA ohf.

Farþegar sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á næstunni gætu átt von á óvæntri ljósasýningu, sennilega þeirri stærstu og dýrustu sem sögur fara af hér á landi. Ástæðan er sú að Isavia ohf., sem sér um rekstur Keflavíkurflugvallar, réðist nýverið í breytingar á lýsingu fyrir um fimm þúsund fermetra verslunarsvæði í norðurbyggingu flugstöðvarinnar.

Breytingarnar kostuðu 190 milljónir króna og fór Isavia með verkið í útboð í gegnum Ríkisskaup. Þrír aðilar skiluðu inn tilboði. Lægstbjóðandi var Rafmiðlun með tæpar 190 milljónir sem er kostnaður við efni, vinnu og uppsetningu. Aðrir bjóðendur voru Fagtækni og Bergraf.

Nýjasta tækni í LED

Samkvæmt Guðna Sigurðssyni, upplýsingafulltrúa Isavia, er nýja lýsingin til komin vegna þess að sú sem fyrir var var komin til ára sinna: „...auk þess sem breyta þurfti lýsingu eftir að verslanir, þjónusta og öryggisleit færðist til en mismunandi lýsingarþarfir eru á þessum stöðum og mikilvægt að tryggja vinnuverndarsjónarmið við lýsingu á svo stórum vinnustað.“

„Á venjulegum degi er þetta bara venjuleg hvít lýsing en á tyllidögum er til dæmis hægt að setja á norðurljósastillingu.“

Þetta er þó engin venjuleg lýsing heldur nýjasta tækni í svokallaðri LED-lýsingu og gerir Isavia kleift að nánast stjórna hverri einustu díóðu í lofti flugstöðvarinnar.

Norðurljósasýning fyrir farþega

Með þessu er meðal annars hægt að kalla fram „norðurljósasýningu“ en Guðni segir að þetta sé í takt við umhverfisstefnu fyrirtækisins þar sem LED-lýsing noti mun minna rafmagn og sé því bæði ódýrari í rekstri og umhverfisvænni.

„LED býður einnig upp á mikinn sveigjanleika í að breyta styrk, litum, hlýleika ljóss og fleira, til dæmis er hægt að hafa hlýrri/kaldari birtu, jólalega birtu um jólin, líkja eftir norðurljósum og fleira. Þannig er hægt að tengja stemninguna í flugstöðinni við árstíðirnar eða það sem er að gerast á Íslandi hverju sinni. Eitt af markmiðunum við endurhönnun verslunarsvæðisins var að tengjast betur náttúru Íslands í litavali og hönnun og auka farþegaupplifun, þessi sveigjanleiki í lýsingu er þáttur í því,“ segir Guðni.

Hægt að búa til fána Gay Pride

Norðurljósasýningin er aðeins lítið brot af því sem fyrirtækið getur nú kallað fram með nýju lýsingunni en Guðni segir að hægt sé að forrita nánast hvað sem er inn í ljósakerfið.

„Þetta er í raun bara venjuleg RGB LED-lýsing sem hægt er að forrita allskonar „mood lýsingu“ í. Á venjulegum degi er þetta bara venjuleg hvít lýsing en á tyllidögum er til dæmis hægt að setja á norðurljósastillingu, íslenska fánann ef Íslendingar verða Evrópumeistarar í fótbolta, Gay Pride fánann á hinsegin dögum og svo framvegis. Við vorum sem sagt bara að uppfæra almenna lýsingu og ákváðum að taka þennan fídus líka.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
6
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár