Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ein stærsta og dýrasta ljósasýning landsins í Leifsstöð

Kostaði 190 millj­ón­ir króna að setja upp lýs­ingu þar sem hægt er að setja á norð­ur­ljós­astill­ingu, ís­lenska fán­ann ef Ís­lend­ing­ar verða Evr­ópu­meist­ar­ar í fót­bolta og fleira.

Ein stærsta og dýrasta ljósasýning landsins í Leifsstöð
Flugstöð Leifs Eiríkssonar Ef Íslendingar sigra EM í knattspyrnu í ár þá gæti Isavia kallað fram íslenska fánann með nýrri LED-lýsingu. Mynd: ISAVIA ohf.

Farþegar sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á næstunni gætu átt von á óvæntri ljósasýningu, sennilega þeirri stærstu og dýrustu sem sögur fara af hér á landi. Ástæðan er sú að Isavia ohf., sem sér um rekstur Keflavíkurflugvallar, réðist nýverið í breytingar á lýsingu fyrir um fimm þúsund fermetra verslunarsvæði í norðurbyggingu flugstöðvarinnar.

Breytingarnar kostuðu 190 milljónir króna og fór Isavia með verkið í útboð í gegnum Ríkisskaup. Þrír aðilar skiluðu inn tilboði. Lægstbjóðandi var Rafmiðlun með tæpar 190 milljónir sem er kostnaður við efni, vinnu og uppsetningu. Aðrir bjóðendur voru Fagtækni og Bergraf.

Nýjasta tækni í LED

Samkvæmt Guðna Sigurðssyni, upplýsingafulltrúa Isavia, er nýja lýsingin til komin vegna þess að sú sem fyrir var var komin til ára sinna: „...auk þess sem breyta þurfti lýsingu eftir að verslanir, þjónusta og öryggisleit færðist til en mismunandi lýsingarþarfir eru á þessum stöðum og mikilvægt að tryggja vinnuverndarsjónarmið við lýsingu á svo stórum vinnustað.“

„Á venjulegum degi er þetta bara venjuleg hvít lýsing en á tyllidögum er til dæmis hægt að setja á norðurljósastillingu.“

Þetta er þó engin venjuleg lýsing heldur nýjasta tækni í svokallaðri LED-lýsingu og gerir Isavia kleift að nánast stjórna hverri einustu díóðu í lofti flugstöðvarinnar.

Norðurljósasýning fyrir farþega

Með þessu er meðal annars hægt að kalla fram „norðurljósasýningu“ en Guðni segir að þetta sé í takt við umhverfisstefnu fyrirtækisins þar sem LED-lýsing noti mun minna rafmagn og sé því bæði ódýrari í rekstri og umhverfisvænni.

„LED býður einnig upp á mikinn sveigjanleika í að breyta styrk, litum, hlýleika ljóss og fleira, til dæmis er hægt að hafa hlýrri/kaldari birtu, jólalega birtu um jólin, líkja eftir norðurljósum og fleira. Þannig er hægt að tengja stemninguna í flugstöðinni við árstíðirnar eða það sem er að gerast á Íslandi hverju sinni. Eitt af markmiðunum við endurhönnun verslunarsvæðisins var að tengjast betur náttúru Íslands í litavali og hönnun og auka farþegaupplifun, þessi sveigjanleiki í lýsingu er þáttur í því,“ segir Guðni.

Hægt að búa til fána Gay Pride

Norðurljósasýningin er aðeins lítið brot af því sem fyrirtækið getur nú kallað fram með nýju lýsingunni en Guðni segir að hægt sé að forrita nánast hvað sem er inn í ljósakerfið.

„Þetta er í raun bara venjuleg RGB LED-lýsing sem hægt er að forrita allskonar „mood lýsingu“ í. Á venjulegum degi er þetta bara venjuleg hvít lýsing en á tyllidögum er til dæmis hægt að setja á norðurljósastillingu, íslenska fánann ef Íslendingar verða Evrópumeistarar í fótbolta, Gay Pride fánann á hinsegin dögum og svo framvegis. Við vorum sem sagt bara að uppfæra almenna lýsingu og ákváðum að taka þennan fídus líka.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu