Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fyrrverandi forstjóri yfirgaf skrifstofuna fyrir jóga

Gísli Örn Lárus­son kleif met­orða­stig­ann ung­ur og varð for­stjóri al­þjóð­legs trygg­inga­fé­lags. Hann ákvað að yf­ir­gefa skrif­stof­una til að stofna jóga-stúd­íó. Hann seg­ist berj­ast við krabba­mein með sín­um eig­in með­öl­um og tel­ur að krabba­mein­ið hafi horf­ið vegna inn­töku nátt­úru­legra efna.

Það er stílhreint og fallegt í íbúð Gísla Arnar Lárussonar á Fulham Road í London, þar sem hann hefur búið undanfarin misseri. Appelsínugult og rautt er áberandi hvert sem litið er.

„Ég er hrifinn af þessum tveimur litum og hef lengi verið. Því ekki að halda sig við það sem lætur manni líða vel?,“ spyr Gísli með bros á vör þegar ég minnist á þetta. Hann er glaðlegur og virkar í góðu jafnvægi og af öllu yfirbragðinu að dæma myndi maður telja hann talsvert yngri en aldurinn gefur til kynna. Það er kannski ekki skrýtið, enda hefur Gísli hugleitt og stundað yoga nánast daglega svo árum skiptir. Hann segir þetta tvennt lykilinn að því að geta verið jafn atorkusamur og raun ber vitni, án þess að brenna yfir. En líf Gísla hefur ekki alltaf einkennst af jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, líkama og sálar. Gísli kleif metorðastigann hratt í atvinnulífinu og var ungur að árum orðinn forstjóri eins stærsta trygginarfélags Evrópu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár