Hér eru topp 8 heilsutengdir kostir kaffidrykkju, sem staðfestir hafa verið með raunverulegum rannsóknum á mönnum.
1. Kaffi getur bæði aukið orku þína og gert þig gáfaðri
Kaffi getur hjálpað fólki við að draga úr þreytu og aukið orku.
Það er vegna þess að það inniheldur örvandi lyf sem nefnist koffín, sem er í raun mest notaða vímuefnið í heimi.
Eftir að þú drekkur kaffi er koffínið tekið upp í blóðstreyminu. Þaðan fer það upp í heilann. Í heilanum hindrar það virkni hamlandi efnaboðbera sem nefnist adenosine. Þegar það gerist eykur það áhrif annarra efnaboðbera, svo sem norepinephrine og dopamine, sem veldur svo aukinni virkni taugafruma.
Margar samanburðarrannsóknir á mönnum hafa sýnt fram á það að kaffi eykur ýmsar hliðar heilavirkni. Þar má nefna minni, skap, árvekni, orkustig, viðbragðstíma og almenna heilageta.
Niðurstaða: Koffín hindrar virkni hamlandi efnaboðbera í heilanum sem hefur örvandi áhrif. Þetta bætir orkustig, skap og ýmis hliðar heilavirkni.
2. Kaffi getur hjálpað þér við fitubrennslu
Vissir þú að koffín er að finna í nánast öllum almennum fitubrennslu-fæðubótarefnum?
Það er góð ástæða fyrir því ... koffín er eitt mjög fárra náttúrulegra efna sem hefur verið sannað að aðstoði við fitubrennslu.
Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að koffín eykur efnaskiptahraða um 3-11 prósent.
Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að koffín getur sérstaklega aukið fitubrennslu, um allt að 10% hjá þeim sem þjást af offitu og 29% hjá grönnu fólki.
Hins vegar er mögulegt að þessi áhrif minnki við langtíma kaffidrykkju.
Niðurstaða: Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að koffín auki fitubrennslu líkamans sem og efnaskiptahraða.
3. Koffín getur bætt líkamalega frammistöðu umtalsvert
Koffín örvar taugakerfið sem veldur því að það sendir skilaboð til fitufruma um að brjóta niður líkamsfitu.
En koffín eykur líka magn adrenalíns í blóðinu.
Þetta er flóttaviðbragðahormónið (e. fight or flight) sem býr líkama okkar fyrir gífurlega líkamlega áreynslu.
Koffín veldur því að fitufrumur brjóta niður líkamsfitu, hleypir henni út í blóð sem viðbótar fitusýru og gerir okkur kleift að nota hana sem eldsneyti.
Með þessi áhrif í huga ætti ekki að koma á óvart að við getum séð að koffín bætir líkamlega frammistöðu um 11-12% að meðaltali.
Vegna þessa er að gáfulegt að fá sér sterkan bolla af kaffi um hálftíma fyrir líkamsrækt.
Niðurstaða: Koffín eykur adrenalínstig og losar fitusýrur úr fituvef. Það getur valdið umtalsverði framför í líkamlegri getu.
4. Það eru mikilvæg næringarefni í kaffi
Einn kaffibolli inniheldur:
Ríbóflavín (B2 vítamín): 11% af ráðlögðum dagskammti.
Pantótensýra (B5 vítamín): 6% af ráðlögðum dagskammti
Mangan og kalín: 3% af ráðlögðum dagskammti.
Magnesíum og nikótínsýra (B3 vítamín): 2% af ráðlögðum dagskammti.
Þó þetta hljómi ekki mikið þá drekka flestir fleiri en einn bolla á dag. Ef þú drekkur 3-4 þá er það fljótt að telja.
Niðurstaða: Kaffi inniheldur mörg mikilvæg næringarefni, þar á meðal ríbóflavín, pantótensýru, mangan, kalín, magnesíum og nikótínsýru.
5. Kaffi getur dregið úr líkum á sykursýki
Sykursýki 2 er risavaxið heilbrigðisvandamál, sem um 300 milljónir manna þjást af í dag. Hún einkennist af háum blóðsykri í samhengi við insúlínþol eða vangetu til að framleiða insúlín. Einhverra ástæðna vegna eru talsvert minni líkur á að þeir sem drekki kaffi fái sykursýki 2.
Rannsóknir hafa sýnt að 23-50% minni líkur eru á því að fá þennan sjúkdóm drekki viðkomandi kaffi. Ein rannsókn sýndi fram á að um sé að ræða 67% minni líkur. Samkvæmt einni gríðarstórri endurskoðun sem tók til gögn frá 18 rannsóknum með samtals 457,922 einstaklinga er hver kaffibolli tengdur 7% minni líkum á sykursýki 2.
Niðurstaða: Fjölmargar athugunarrannsóknir hafa sýnt fram á þeir sem drekka kaffi eru ólíklegri til að fá sykursýki 2, alvarlegan sjúkdóm sem 300 milljónir manns þjást af.
6. Kaffi getur verndað þig gegn Alzheimer og vitglöpum
Alzheimer er algengasti taugahrörnunarsjúkdómurinn og helsta orsök andlegrar hrörnunar í heiminum.
Þessi sjúkdómur snerti yfirleitt fólk sem er eldra en 65 ára.
Til allrar óhamingju er engin lækning við Alzheimer.
Hins vegar er ýmislegt sem þú getur gert til að koma í veg fyrir að þú þróir með þér Alzheimer.
Þar má nefna augljósa hluti svo sem hollt matarræði og hreyfingu, en kaffi gæti líka verið ótrúlega áhrifaríkt.
Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að þeir sem drekka kaffi eru 65% ólíklegri til að fá Alzheimer.
Niðurstaða: Þeir sem drekka kaffi eru talsvert ólíklegri til fá Alzheimer, sjúkdóm sem er helsta orsök andlegrar hrörnunar í heiminum
7. Koffín getur minnkað líkur á að fá Parkinson
Parkinson-sjúkdómur er næst algengasti taugahrörnunar sjúkdómurinn, á eftir Alzheimer.
Hann orsakast af skorti á boðefninu dópamíni í heilanum.
Líkt og með Alzheimer er engin þekkt lækning, sem þýðir að mikilvægt er að hindra uppkomu sjúkdómsins.
Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem drekka kaffi eru umtalsvert ólíklegri til að þróa með sér Parkinson, eða um það bil 32-60%.
Í þessu tilviki virðist koffínið sjálft hafa þessi áhrif. Fólk sem drekkur koffínlaust kaffi dregur ekki úr líkum að fá Parkinson.
Niðurstaða: Þeir sem drekka kaffi eru allt að 60% ólíklegri til að fá Parkinson, næst algengasta taugahrörnunar sjúkdóminn.
8. Kaffi er stærsta uppspretta andoxunarefnis í vestrænu matarræði
Fyrir þá sem borða líkt og hinn almenni Vesturlandabúi þá gæti kaffi verið ein heilsusamlegasta hlið matarræðisins. Það er vegna þess að kaffi inniheldur gríðarlega mikið af andoxunarefnum.
Raunar hafa rannsóknir sýnt að flest fólk fær meira af andoxunarefnum úr kaffi en bæði ávöxtum og grænmeti samtals.
Kaffi er einn heilsusamlegasti drykkur í heiminum. Punktur.
Greinin birtist fyrst á vefnum Authority nutrition.
Athugasemdir