Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Árið á Stundinni

Stund­in fjall­aði um fjöl­breytta mála­flokka á öðru ári sínu.

Árið á Stundinni

Öðru ári Stundarinnar er nú að ljúka. Um leið og Stundin, aðstandendur og starfsfólk, þakkar fyrir stuðning áskrifenda á árinu eru færðar auðmjúkar þakkir fyrir þau verðlaun og tilnefningar sem Stundin hefur hlotið á stuttum starfstíma.

Í byrjun árs var fréttavefur Stundarinnar valinn „vefmiðill ársins“ af Samtökum vefiðnaðarins.

Stundin hlaut þrjár af tólf tilnefningum til blaðamannaverðlauna Íslands, flestar tilnefningar allra ritstjórna landsins. Tilnefningarnar voru í þremur flokkum: Rannsóknarblaðamennska ársins, blaðamannaverðlaun ársins og viðtal ársins.  

Loks hlaut Stundin flest verðlaun allra miðla fyrir bestu ljósmyndir ársins á sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Myndir úr Stundinni hlutu verðlaun í þremur flokkum af sjö, fréttamynd ársins, daglegt líf mynd ársins og myndaröð ársins.

Umfjallanir Stundarinnar á árinu snertu á víðu sviði samfélagsins. Hér eru nokkrar þær helstu.

Stóra blekkingin

Í fyrstu forsíðuúttekt Stundarinnar á þessu ári fjölluðum við um það hvernig álfyrirtækin sleppa við að borga skatta á Íslandi. Umfjöllunin leiddi meðal annars í ljós að öll álfyrirtækin þrjú beita ýmsum aðgerðum til að eiga í sem mestum viðskiptum við móðurfélög sín og önnur tengd fyrirtæki til þess að komast hjá því að borga skatta. 

Uppgjör sérstaks saksóknara

Ólafur Þór Hauksson var í ítarlegu viðtali hjá Stundinni í byrjun árs þar sem hann gerði upp starfið sem enginn vildi, lærdómana, dómana og hvers vegna dæmdir menn í efnahagsbrotum vegna hrunsins sýna ekki iðrun. 

Stríðið í löggunni

Stundin fjallaði um umdeilda stjórnunarhætti Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, og síendurteknar stöðuveitingar án auglýsinga sem hafa valdið ólgu og vanlíðan meðal starfsfólks embættisins. Lögreglumenn töluðu um bræðisköst, undirróður, niðurlægjandi framkomu og samráðsleysi. Síðar á árinu kom í ljós að lögreglumenn sem höfðu lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild fyrir rangri sök voru hækkaðir í tign, fengu óauglýsta stöðu og hlutu annars konar framgang í starfi. Þeir sem stóðu með lögreglufulltrúanum fengu hins vegar að kenna á því. Aldís Hilmarsdóttir, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, var meðal annars færð til og svipt öllum mannaforráðum skömmu eftir að mál lögreglufulltrúans rataði í fjölmiðla. Hún hefur nú stefnt íslenska ríkinu vegna framgöngu Sigríðar Bjarkar gagnvart sér. Þá hafa tveir lögreglumenn, sem töldu ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum tilhæfulausar og gagnrýndu framgönguna gagnvart honum, verið reknir af vettvangi fíkniefnarannsókna.

Sjúklegt ástand spítalans

Heilbrigðismál voru fyrirferðarmikil í umræðunni fyrri part árs, einkum vegna undirskriftarsöfnunar Kára Stefánssonar sem kallaði á eftir endurreisn heilbrigðiskerfisins. Blaðamaður Stundarinnar varði degi á Landspítalanum og komst að því að sjúklingar eru hafðir í einangrun á salernum, í sturtuklefum og geymslum sökum plássleysis, en rúmlega 30 sjúklingar láu á göngum spítalans þann daginn. 

Sveinn Andri og ungu stúlkurnar

Umfjöllun Stundarinnar um lögmanninn Svein Andra Sveinsson vakti athygli á árinu. Stundin ræddi við ungar stúlkur sem hafa reynslu af samskiptum við Svein Andra og birti brot úr samskiptum hans við ólögráða stúlku. 

Forsetakosningar 2016

Í mars kannaði Stundin, í samstarfi við MMR, hvern Íslendingar vildu fá sem næsta forseta Íslands. Örfáir ólíklegir frambjóðendur höfðu tilkynnt framboð sitt á þeim tíma og enn voru tveir mánuðir í að Guðni Th. Jóhannesson kynnti ákvörðun sína. Niðurstaðan var afgerandi, en langflestir vildu sjá Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, á Bessastöðum. Nokkrum dögum síðar tilkynnti Katrín að hún hyggðist ekki bjóða sig fram. 

Wintris-málið

Í miðjum marsmánuði tilkynnti Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra, skyndilega á Facebook að hún ætti félagið Wintris sem héldi utan um fjölskylduarfinn hennar. Síðar kom í ljós að félagið væri aflandsfélag á Bresku-Jómfrúareyjunum, ætti hálfs milljarðs króna kröfur í föllnu bankana og var í helmingseigu Sigmundar Davíðs fram á gamlársdag 2009 en þá seldi Sigmundur eiginkonu sinni sinn hlut á einn dollara. Daginn eftir tóku í gildi lög sem höfðu verið sett til höfuðs aflandsfyrirtækjum. 

Panamaskjölin

Stundin vann í vor fjölmargar fréttir og ítarlegar úttektir upp úr Panamaskjölunum svokölluðu í samstarfi við Reykjavik Media. Fyrsta stóra úttektin fjallaði um skattaskjólstengsl Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en báðir tengjast þeir skattaskjólum og lágskattasvæðum með bæði beinum og óbeinum hætti. Næst var milljarðaslóð hjónanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur rakin í skattaskjól, en Jón Ásgeir hafði í gegnum árin ætíð neitað því að eiga eignir á aflandseyjum. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, átti einnig félag á Tortóla en Bjarni átti sjálfur fyrirtæki í skattaskjólinu Seychelles-eyjum. Panamaskjölin vörpuðu einnig ljósi á ótrúlega umfangsmikil viðskipti feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar í skattaskjólum fyrir og eftir hrunið 2008, en feðgarnir voru tengdir meira en 50 félögum. Félag sem Björgólfur eldri stýrði fékk milljarð í lán hjá Landsbankanum sem aldrei fékkst greitt til baka og nær öll fyrirtæki Björgólfs Thors eru beint eða óbeint í skattaskjóli. Þá fjallaði Stundin að lokum um viðskipti fjárfestanna Sigurðar Bollasonar og Magnúsar Ármanns, en sá fyrrnefndi lét dagsgamalt barn sitt lána 300 milljónir króna til aflandsfélags. 

Plott Davíðs

Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri, forsætisráðherra og seðlabankastjóri, tilkynnti um forsetaframboð sitt í byrjun maí. Blaðamaður Stundarinnar skráði sig sem sjálfboðaliða hjá kosningateymi Davíðs og kynnti sér aðferðir umdeildasta stjórnmálamanns síðustu áratuga. Sjálfboðaliðarnir voru meðal annars hvattir til að vera virkir á samfélagsmiðlum við að svara gagnrýni á Davíð. 

Karlaklíka dómaranna

Stundin rýndi í ný lög um dómstóla sem festa í sessi kerfi þar sem dómarastéttin hefur eftirlit með sjálfri sér og mætir ekki kröfum um gagnsæi og virkt aðhald. Staða kenna í dómstólakerfinu er áfram veik en rétturinn er samansettur að miklu leyti af körlum með svipaðan bakgrunn og reynslu. 

„Ég rændi barninu“

Helena Brynjólfsdóttir sagði frá því í viðtali við Stundina í lok júlímánaðar hvernig hún stakk af með fimm ára gamalt barnabarn sitt eftir að norsk yfirvöld ákváðu að setja það í fóstur hjá ókunnugum til 18 ára aldurs. Málið átti eftir að vekja töluverða athygli og komust bæði héraðsdómur og Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að senda þyrfti barnið aftur til Noregs. Nýjustu fréttir herma hins vegar að barnið fái að alast upp á Íslandi, en fer mögulega í fóstur hér á landi.

Flúðu helvítið til Íslands

Eitt stærsta fréttamál ársins á alþjóða vísu er straumur flóttamanna til Evrópu og síharðnandi átök í Sýrlandi. Stundin sagði sögu Mahers og Hibu sem sáu heimkynni sín í Sýrlandi umbreytast í helvíti, en það reyndist þeim mikil eldraun að komast í öryggið á Íslandi. Ísland völdu þau því hér er ekki vopnuð lögregla og engin her. 

Samsærið gegn samkeppninni

Stundin rak hvernig Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga öðluðust yfirburðastöðu á íslenskum mjólkurmarkaði á grundvelli umdeildra lagabreytinga sem undanskilja fyrirtækin samkeppnislögum og bitna bæði á samkeppnisaðilum og neytendum. Ný búvörulög, sem samþykkt voru í haust, festu í sessi einokunarstöðu MS og Kaupfélags Skagfirðinga og hækka verulega tolla á innflutta osta og mjólkurduft. 

Sölumenn óttans

Á síðustu árum hefur það færst í aukana að stjórnmálamenn nota þjóðernispopúlisma og hræðsluáróður til að auka fylgi sitt. Stundin skoðaði málflutning stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks sem ala á andúð á útlendingum. 

Ósýnilegu börnin

Stundin kynnti sér aðstæður barna sem koma hingað til lands í leit að alþjóðlegri vernd, ýmist í fylgd foreldra eða ein á ferð. Við komumst að því að börn eru raddlaus og ekki álitin aðilar að málum er varða framtíð þeirra og öryggi og að brotið er á fylgdarlausum börnum með umdeildum aldursgreiningum og óviðunandi aðbúnaði. 

Alþingiskosningar 2016

Þingkosningum var flýtt í kjölfar mótmæla eftir að Panamaskjölin leiddu í ljós að þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hefðu átt félög í skattaskjólum. Stundin ræddi við formenn allra flokka í aðdraganda kosninganna 29. október síðastliðinn, nema Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem hafnaði því að svara spurningum Stundarinnar. 

„Þjóðin getur ekki átt neitt“

Stundin fjallaði um hamskipti íslenskra útgerðarmanna og ræddi meðal annars við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, nýjan framkvæmdastjóra SFS, sem trúir því að skattar séu ofbeldi og segir að þjóð geti ekki átt neitt. 

„Ég læt ekki bjóða mér þetta“

Guðmundur Guðmundsson sagði frá því, í persónulegu viðtali í Stundinni, hvers vegna hann ákvað að hætta sem landsliðsþjálfari Danmerkur í handbolta stuttu eftir að hafa fært Dönum gullverðlaun á Ólympíuleikum. Hann talaði einnig um lærdóma ferilsins, hvað þarf til að ná árangri og mikilvægi þess að ástunda hreinskiptin samskipti, í heimi þar sem heiðarleiki virðist vera á undanhaldi. 

Saga Friðriks Kristjánssonar

Fyrr í þessum mánuði sagði Stundin sögu Friðriks Kristjánssonar sem hvarf sporlaust í Paragvæ árið 2013. Umfjöllunin varpaði ljósi á hryllilega atburðarás sem endaði á því að vitni gaf sig fram við íslensku lögregluna og sagði ónefndan Íslending hafa sýnt sér afskorið höfuð Friðriks á Skype.

Ástin á barmi hyldýpisins

Stefán Karl Stefánsson leikari greindist með krabbamein á árinu. Í síðasta tölublaði Stundarinnar er rætt við Stefán og eiginkonu hans, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, óvissuna, lífið og tímann sem þau ætla að nota vel. Þau segja frá því hvernig er að vakna til lífsins á skurðborðinu, hver tilgangur lífsins er, hvernig maður segir börnunum sínum að maður sé með sjúkdóm sem getur leitt til dauða og hvernig viðbrögð fólks við veikindunum eru hluti af lækningunni. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
2
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
9
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
5
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
9
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár