Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Ágæt hugmynd að einhvers staðar séu tómir veggir“

Mynd­list­ar­mað­ur­inn Ragn­ar Helgi Ólafs­son keypti sér ný­ver­ið íbúð við Víði­mel í Vest­ur­bæn­um. Heim­il­ið er í senn lát­laust og lif­andi. Á veggj­un­um hanga lit­rík lista­verk eft­ir vini og vanda­menn, en helst myndi lista­mað­ur­inn vilja hafa hvíta veggi.

Ragnar Helgi tekur á móti okkur á sólríkum degi í febrúar og byrjar á því að hella upp á kaffi. Í bakgrunni hljóma ljúfir tónar Thirteen Harmonies eftir John Cage. „Hann samdi þetta verk í tilefni af tvö hundruð ára afmæli Bandaríkjanna, árið 1976. Þetta eru í grunninn sálmar frá árinu 1776 en Cage beitir flóknu hendingakerfi til að fella út megnið af nótunum. Eftir standa í rauninni leifar af sálmum,“ segir Ragnar. „Mér finnst áhugavert hvað þetta verk Cage er hljómrænt þrátt fyrir allar þessar eyður. Hver nóta fær pláss og hljóðin fá að vera til án þess að eitthvað annað hljóð komi strax í kjölfarið og reyni að ryðja því úr vegi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár