Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

20 staðreyndir um næringu sem allir ættu að vita

Ým­iss kon­ar til­bún­ing­ur og mis­skiln­ing­ur er boð­að­ur um nær­ingu, jafn­vel af „sér­fræð­ing­um“, enda hafa mat­væla­fram­leið­end­ur gríð­ar­lega mikla hags­muni af því að sann­færa fólk um að kaupa vöru sína. Hérna eru 20 stað­reynd­ir um nær­ingu sem ættu að falla und­ir heil­brigða skyn­semi (en gera það ekki).

1Ónáttúrulegar transfitusýrur eru ekki æskilegar til neyslu

Transfitusýrur eru ógeðslegar. Framleiðsla þeirra felur í sér háþrýsting, hita og vetni í nærveru við málmhvata.

Þetta þróunarferli breytir fljótandi jurtaolíu í þykka, eitraða leðju sem er í föstu formi við stofu hita.

Maður veltir ­fyrir­ sér hvað var í gangi í hugarheimi manneskjunnar sem datt í hug að setja þetta efni í mat og selja fólki. Það er í rauninni óskiljanlegt.

Að sjálfsögðu eru transfitusýrur ekki bara ókræsilegar. Rannsóknir hafa sýnt að þær eru gífurlega skaðlegar, tengdar við umtalsvert auknar líkur á hjartasjúkdómum.

2Þú þarft ekki að borða á 2-3 tíma fresti

Þú þarft í rauninni ekki að borða stanslaust til að léttast.

Rannsóknir hafa kannað þetta og komist að því að það hefur engin áhrif á fitubrennslu eða þyngd að borða minni máltíðir oftar.

Að borða á 2-3 tíma fresti er óhentugt og algjörlega óþarft fyrir meirihluta fólks. Borðaðu bara þegar þú ert svangur og passaðu að velja heilsusamlegan og næringarríkan mat.

3Ekki er alltaf hægt að treysta fjölmiðlum fyrir staðreyndum um næringu

Það virðist sem í hverri viku komi út ný rannsókn sem býr til fyrirsagnir, oftast í mótsögn við aðra rannsókn sem var birt nokkrum mánuðum áður.

Þessar fréttir fá oft mikla athygli, en þegar horft er fram hjá fyrirsögninni og rannsóknin sjálf lesin kemstu að því að hún er slitin verulega úr samhengi.

Í mörgum tilvikum eru aðrar betri rannsóknir, sem sjaldan er minnst á, sem eru algjörlega í mótsögn við fjölmiðlafárið.

4Kjöt rotnar ekki í ristlinum þínum

Það er algjörlega rangt að kjöt rotni í ristlinum.

Mannslíkaminn er vel fær um að melta og vinna úr öllum mikilvægum næringarefnum sem finnast í kjöti.

Prótínið er brotið niður af magasýrum, meðan allt annað er brotið niður af kröftugum meltingarensímum á leið niður um smáþarma.

Öll fita, prótín og næringarefni eru tekin upp í gegnum meltingarveginn og er ekkert eftir sem gæti „rotnað“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár