Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.
Panama, Panama
2
Af þeim tíu flokkum sem bjóða nú fram til Alþingis er tveim, Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum, stýrt af mönnum sem voru afhjúpaðir í Panamaskjölunum. Hvorki Bjarni Benediktsson né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur birt reikninga sína í Panama (eða Sviss). Hvers vegna ekki? Yfirvöldin hafa ekki heldur greint frá hreyfingum á þessum reikningum þótt fimm ár séu liðin frá birtingu Panamaskjalanna. Meintar mútugreiðslur Samherja til namibískra ráðherra og annarra urðu til þess að þeir hafa setið í gæzluvarðhaldi í meira en hálft annað ár og bíða dóms í Namibíu. Nú spyrja frambjóðendur til Alþingis í fyrsta sinn: Hvar eru múturnar?
Athugasemdir