Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

„Með hörðum stálhnefa“

1
Þegar bankarnir hrundu stóð skuld Óla Björns Kárasonar nú alþingismanns Sjálfstæðisflokksins við þá í 478 mkr. samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis (RNA, 2. bindi, bls. 201). Ekki hefur verið greint frá því hvort eða hvernig þessi skuld þingmannsins var gerð upp. „Við eigum að mæta þeim með hörðum stálhnefa“, sagði Óli Björn um hælisleitendur sem „ætla að misnota velferðarkerfið“. Hvað ætli þingflokki sjálfstæðismanna finnist um þá sem misnota bankakerfið? Þau gerðu Óla Björn að formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis 2017-2021.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Loka auglýsingu