Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Mokstur út úr bönkum í miðju hruni

8
Lögbrot voru framin í hruninu langt umfram þau sem komu til kasta dómstóla. Guðmundur Gunnarsson rafvirki og fv. stjórnlagaráðsmaður lýsti málinu svo hér í Stundinni 27. nóvember 2017: „… Í gagnaleka ... kom ... fram að áhrifamenn úr fjármála- og stjórnmálaheiminum fengu aðgerðum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans … frestað fram á mánudagseftirmiðdag. Á mánudagsmorguninn hófust strax við opnun bankanna umfangsmiklir flutningar fjármagns út úr íslenska krónuhagkerfinu yfir á erlenda bankareikninga, eins og til dæmis var opinberað í gögnum sem sett voru í fjölmiðlabann. Þar var staðfest að þröngur hópur bjó yfir innherjaupplýsingum og náði að taka út lausafé í skiptum fyrir hlutabréf í bönkunum og koma því úr landi inn á leynireikninga á aflandseyjum. Í þetta var nýttur allur fáanlegur gjaldeyrir í landinu á mánudagsmorgun. Hlutabréf í bönkunum urðu skömmu síðar einskis virði …“ Þennan sama mánudag 6. október 2008 rann þriðjungur þeirra 500 miljóna evra sem Seðlabankinn lánaði Kaupþingi beint til Tortólu. Þarna var þverbrotin sú grundvallarregla sem gildir um viðbrögð stjórnvalda í bankakreppum að miða allar aðgerðir við að bönkum sé lokað í dagslok á föstudegi og öllu sem gera þarf sé lokið fyrir opnun banka á mánudegi. Um þessa atburði er ekkert að finna í skýrslu RNA þótt gögnin sem var lekið úr Glitni til Stundarinnar og lögbann var sett á hljóti að hafa verið í fórum RNA.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni