Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Leynilegar afskriftir

3
Formenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar skulduðu bönkunum þegar þeir hrundu samtals 1.857 mkr. Ekki hefur enn verið greint frá því hvort eða hvernig skuldir Bjarna Benediktssonar voru gerðar upp. Skuldir Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og bónda hennar voru afskrifaðar og skullu því af fullum þunga á saklausa vegfarendur innan lands og utan. Þetta liggur fyrir þar eð skuldir Þorgerðar Katrínar komu til kasta dómstóla. Afskriftir skulda í bönkunum eru annars leynilegar og má af því ráða hvers vegna sumir sækjast svo mjög eftir því að eignast banka – aftur. Eignarhaldið veitir þeim færi á að veita völdum viðskiptavinum lán og afskrifa þau eftir hentugleikum með gamla laginu. Hvað skyldu bankarnir hafa þurft að bera margar fjölskyldur út af heimilum sínum til að jafna metin vegna viðskipta sinna við Bjarna og Þorgerði Katrínu?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.