Leynilegar afskriftir
3
Formenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar skulduðu bönkunum þegar þeir hrundu samtals 1.857 mkr. Ekki hefur enn verið greint frá því hvort eða hvernig skuldir Bjarna Benediktssonar voru gerðar upp. Skuldir Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og bónda hennar voru afskrifaðar og skullu því af fullum þunga á saklausa vegfarendur innan lands og utan. Þetta liggur fyrir þar eð skuldir Þorgerðar Katrínar komu til kasta dómstóla. Afskriftir skulda í bönkunum eru annars leynilegar og má af því ráða hvers vegna sumir sækjast svo mjög eftir því að eignast banka – aftur. Eignarhaldið veitir þeim færi á að veita völdum viðskiptavinum lán og afskrifa þau eftir hentugleikum með gamla laginu. Hvað skyldu bankarnir hafa þurft að bera margar fjölskyldur út af heimilum sínum til að jafna metin vegna viðskipta sinna við Bjarna og Þorgerði Katrínu?
Athugasemdir