Túristi = Síld?
Ég man síldarárin. Endalausar fréttir í fjölmiðlum um aflabrögð og aflakónga, trillur sem sigldu drekkhlaðnar til hafnar. Og síldarstúlkur sem sungu glaðar á planinu meðan þær slægðu silfurfiska. Við héldum að síldarævintýrið myndi vara að eilífu.
En einn góðan veðurdag árið 1966 var ævintýrið úti, síldin hvarf og allt fór í kalda kol. Ég var tæplega þrettán ára þegar þetta gerðist, síldarhvarfið greyptist í huga minn. Það olli því að ég hef aldrei treyst íslenskum efnahags-„undrum“. Á útrásarárunum var mikið blaðrað um góðæri sem tæki engan enda, Íslendingar væru efnahagslega hólpnir þökk sé bönkunum.
En ég hugsaði um síldarhvarfið ógurlega og spáði úrásarhvarfi í Silfri Egils. Spáin rættist. Ég sagði nýlega við skynugan vin að túristinn væri síldin nýja. Hann svaraði „já eru ekki ferðamennirnir silfur mannhafsins?“
Spurt er: Nær mun túristatorfan synda burt frá íslandsströndum? Á hverju ætla Íslendingar að lifa þá?
Athugasemdir