Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Trump gefur laun sín. En Bjarni B og Katrín J?

Margt má ljótt um Donald Trump segja en hann má eiga að hann gefur forsetalaun sín nauðstöddum. Enda á hann meir en nóg  fé.

Bjarni Benediktsson er líka loðinn um lófana en ekki hefur frést af viðlíka rausn af hans hálfu.

Mér vitanlega hefur Katrín Jakobsdóttir ekki  gefið nauðstöddum  neinn hluta af launahækkun sinni, hið sama virðist gilda um aðra ráðherra og þingmenn.  

Flokkur Vinstri grænna  er að langfeðgatali ættaður frá Sósíalistaflokknum gamla.  Þingmönnum  hans var gert að borga nokkurn hluta launa sinna í flokksjóðinn. Þeir áttu ekki að hafa meiri tekjur en venjulegir verkamenn, allt fram yfir það hafnaði í sjóðnum góða.

Spurt er: Hafa stjórnmálamenn græðgisvæðst svo hrikalega á síðustu áratugum að engum þeirra  dettur í hug að fórna neinu fyrir nauðstadda?

Ég er ekki að mæla með greiðslum í flokksjóði heldur til mannúðarmála, nú þegar stór hluti þjóðarinnar berst í bökkum vegna margnefndrar veiru.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu