Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Stundin sem Súperman, réttara sagt Stundmann

Þegar slys urðu eða vondu karlarnir öngruðu fólk  tautaði Clark Kent fyrir munni sér „þetta er verkefni fyrir Súperman“. Hann skellti sér svo inn í næsta símaklefa, fór í Súpermanbúningin og flaug af stað, albúinn þess að góma skúrkana. Stundinni er líkt farið, þegar vondu karlarnir finna upp á einhverjum ósóma tauta blaðamennirinir fyrir munni sér „þetta er verkefni fyrir Stundmann“. Og Stundmann dregur fram í dagsljósið allra handa skjöl sem til dæmis sýna að íslenskur sjávarútvegsrisi mútar mönnum í fjarlægum löndum.

Frábært framtak, Stundmann! Láttu hina gjörspilltu fá það óþvegið, afhjúpaðu valdníðingana!

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni