Sigurður Pálsson (1948-2017)
Söngvari gleðinnar er þagnaður, Sigurður skáld Pálsson er látinn. Hann gekk ekki heill til skógar, hafði átt við alvarleg veikinda að stríða um nokkurt skeið. En einhvern veginn vonaði ég að hann mundi eiga nokkur góð ár eftir. Síðasta ljóðabók hans, Ljóð muna rödd, var ein af hans bestu og þá er mikið sagt því Sigurður var skáldjöfur.
Fyrsta ljóðabók hans, Ljóð vega salt, var opinberun mér ungum ljóðunnanda, það var kraftur og safi í bestu ljóðunum. Myndvísin ótrúleg, flæðið frábært.
En Sigurður var ekki einhamur, hann lagði gjörva hönd á margt annað en kveðskap. Hann var leikstjóri, leikskáld, kennari, skáldsagnahöfundur, auk þess að semja frábærar minningarbækur. Þær síðastnefndu snertu mig djúpt. Eins og svo margt annað sem Sigurður skrifaði.
Blessuð sé minning hans.
Athugasemdir