Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Ráðherrarispa

Ég var búinn að nefa þrjá nýja ráðherra i síðasta bloggi, hann Vaffa

Túney, Sjóauga Túney og Propp Poppara. En sem óforbetranlegt karlrembusvín láðist mér að kynna kvenráðherrana. Fyrsta skal fræga telja kvótamálaráðherraynjuna sem þess utan er endurmenntunar- og erfðafræðingur. Hún hefur getið sér gott orð meðal erfðafræðinga fyrir að uppgötva öfundargenið. Maðurinn hennar er lánaafskriftafræðingur, þetta er mikil fræðafjölskylda. Ekki má gleyma hinni ungu og efnilegu orkumálaráðherraynju, henni Ríu Tintfjörð. Mér dettur ekki í hug að bera það á hana að hún hafi ásakað álrisana fyrir bókhaldsbrellur á fundum með þeim. Þetta er kurteis kona. Víkjum aftur að karlráðherrunum. Sjóauga veitir Proppi drjúga aðstoð við samningu nýju orðabókarinnar. Hann hefur bent á að eiginlega þýði orðasambandið „rosalegar launahækkanir stjórnmálamanna“ „leiðrétting“. Proppur hefur væntanlega skráð þetta í orðabókina. Sjóauga hefur blásið nýtt líf í orðasambandið „hagsýn húsmóðir“ og sýnt kurteisi sína í verki með að hrósa stjórnmálakonum fyrir útlitið. Seint yrði honum hrósað fyrir slíkt og þvílíkt.  

Mér er sem heyri  ráðherrana  kveða í kór: „Auðvalds-Ísland, óskalandið, hvenær kemur þú?“ Og heyri þrumuraust svara: „Kominn en fráleitt farinn!“

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni