Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Ódæðið í Stokkhólmi

Við vitum ekki enn hver ódæðismaðurinn í Stokkhólmi er. Gæti verið venjulegur Svíi sem hreinlega hefur misst vitið. En það er IS-fýla af ódæðinu, IS-hneigðir öfgamenn hafa framið hryðjuverk með líkum hætti. Ég skrifaði færslu um fjöldamorðin í Nice í fyrra og fékk ýmis viðbrögð. Einn aðili sagði í athugasemdakerfi mínu að árásir af slíku tagi væru sum part skiljanlegar í ljósi loftárásanna á Rakka. Árásirnar væru hefnd fyrir þær loftárásir. En ef öfgamennirnir vilja ná fram hefndum vegna loftárásanna á IS-rakkana í Rakka þá myndu þeir eðlilega ráðast á her- og lögreglustöðvar. Í stað þess myrða þeir óbreytta borgara sem margir hverjir voru múslimar. Á ströndinni í Nice var fimm ára gamall múslimskur drengur myrtur af ódrengnum sem vörubílnum ók. Stóð litli drengurinn  fyrir loftáráum á IS-pakkið í Rakka?  Er maður píslarvottur ef maður myrðir lítil börn og ræðst á varnarlaust fólk?

Hvað sem því líður skulum við öll segja í kór: Í DAG ERUM VIÐ ÖLL SVÍAR.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni