Maísól
Svo orti skáldið frá Laxnesi í frægu kvæði, Maístjörnunni:
„En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnnandi manns“,
Því miður mun auðvaldsvetrinum íslenska ekki ljúka í kvöld en á morgun eiga launamenn leikinn:
„og á morgun skín maísól
það er maísólin hans,“
Ég skora á íslenska launþega að fylkja liði á morgun og láta frekjuhunda auðvaldsins fá það óþvegið:
„það er maísólin okkar
okkar einingarbands,“
Ekki undir merkjum vinstrisósíalismans heldur merki hinnar sönnu maísólar, jafnaðarstefnunnar.
Stefna ber að því að vængstýfa auðvaldið og temja einkaframtakið, ekki ganga að markaði og einkaeign dauðum.
Kenna atvinnurekendum að hegða sér eins og menn og sýna samfélagslega ábyrgð.
Kjósa gegn auðvaldsflokkunum, mynda alþýðustjórnir sem efla velferðarkerfið að norrænum sið:
„fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.“
Skín maísól, skín!
Athugasemdir