Í Túneynni heima
Þið þekkið Túneyjarfjölskylduna, fjölskylduna sem löngum hefur átt allt og öllu ráðið á Íslandi.
Ættarhöfðinginn heitir Vafningur Túney, kallaður „Vaffi“. Hann er svona yfirmálaráðherra. Systur hans heita Matorka Túney (kölluð „Matta“) og Borgunn („Bogga“). Þær stunda viðskipti. Frændi þeirra, hann Sjóauga Túney, er peningamálaráðherra. Sér til halds og trausts hefur hann Propp poppara sem er líka svona ráðherrakarl. Proppur er að skrifa nýja íslenska orðabók, í henni kemur fram að „loforð“ þýðir „áhersla“. Það væri geðveiki að neita því. Það væri líka geðveiki að neita því að frjáls sala á áfengum smjörklípum er mál málanna. Hverju skipta húsnæðiserfiðleikar ungs fólks, heilbrigðiskerfið eða aflands-skattsvik? Almenningur hefur engan áhuga á slíku, hann vill fá að kaupa áfengar smjörklípur í sjoppum og hananú! Hún Matta er að hugsa um að hefja framleiðslu og sölu á áfengum smjörklípum. Ætli hún fái ekki ríkisstyrk til þess arna? Æ, það er svo gott að vera í Túneynni heima.
Athugasemdir