Hjólar Trump í Kim?
Váleg tíðindi austur úr Asíu. Kim Jong-Un stundar kjarnorkuvopna-skak, Trump valdsorðaskak.
Kannski vill engin stríð á Kóreuskaga. En margt bendir til þess að stórveldin evrópsku hafi ekki viljað stríð 1914. Samt fór sem fór, vopnaskak, stolt, og paranoja áttu mikinn þátt í því.
Einnig má hugsa sér að hinn árásargjarni og ábyrgðarlausi Trump hreinlega hjóli í Norður-Kóreu til að leiða athyglina frá skandölum sínum. Og afla sér vinsælda, Bandaríkjamenn fylkja sér einatt að baki forseta síns þegar stríðsátök hefjast. Verði kjarnorkuvopnum beitt má búast við því tugir milljóna falli, eftir stríðið mun geislavirkt úrfelli drepa og sýkja milljónir. Til að gera illt verra gæti reykur frábrennandi stórborgum og annað slíkt valdið snöggkólnun jarðar með þeim afleiðingim að fjöldi manns dræpist úr hungri. Einnig gæti það að efnahagur Japans og Suður-Kóreu leggjist í rúst leitt til heimskreppu, svo mikilvæg eru þess lönd heimshagkerfinu.
Trump til armæðu og leiðinda því fyrirtæki hans myndu tapa stórfé. Ósagt skal látið hvort hann hefði miklar áhyggjur af þeim milljónum sem létu líifð í stríðinu.
Athugasemdir