Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Hin dauðu augu Trumps

 Heimspekingurinn Platon sagði að augun væru spegill sálarinnar.

Mín reynsla er sú að augu og augnaráð segi mikið um skapgerð manna. Stór hlý augu eru jafnan merki um góðmennsku. Ef litið er á myndir af ofbeldismönnum og psýkopötum sést að þeir hafa oft lítil, innfallin, og köld augu. Þannig augu hefur Donald Trump enda illræmdur  ruddi, monthænsn og sérgæðingur.

Hvað um Hillary? Ekki eru hennar augu ýkja hlý en það er ekkert patalegt við þau. Fremur augu og augnaráð manneskju sem er ákveðin, metnaðargjörn og jafnvel tillitslaus en engin ofbeldisvera.

Nú víkur svo við að FBI ætlar sér greinilega að gera hinn stórhættulega Donald Trump að forseta. Norska blaðið Aftenposten segir í morgun að FBI sé Trumpland.  Hillary sé illa liðin af alríkislöggum og Comey, FBI stjóri, sé flokksbundinn Repúblíkani. Hann mun hafa borgað í kosningasjóði Repúblíkana 2008 og 2012, bréfsendingar hans þjóna greinilega þeim tilgangi að greiða götu Trumps.  Sumir segja að framkoma hans jaðri við lögbrot.

Guð hjálpi okkur öllum ef dusilmennið með dauðu augun  vinnur kosningarnar.

PS Ég vil ekki óhreinka þessa síðu með mynd af menninu  og ísköldum  augum þess.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni