Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Hanna Birna II

Enn þverskallast Sigríður Andersen við að gera hið eina rétta, segja af sér. Verð ég að eyða tíma lesenda í að útskýra hvers vegna? Dómsmálaráðherra er einfaldlega ekki sætt í embætti verði embættisfærslur hans dæmdar ólöglegar af Hæstarétti. Einhver kann að segja að litlar líkur séu á að Sigríður víki enda standi Flokkurinn með henni og forsætisráðherra þori ekki að gera neitt í málinu. En minna má á örlög Hönnu Birnu, það tókst að koma henni úr embætti með samstilltu átaki. Reyna ber sömu aðferð núna, þrýsta og þrýsta uns Sigríður sjái sitt óvænna og taki pokann sinn. Spyrja má hve lengi óbreyttir Sjálfsstæðismenn þoli að forystumenn flokksins séu með skandalahala. Þeir hljóta að skilja að það er ein helsta ástæðan fyrir bágu gengi flokksins í kosningum á undanförnum árum. Reyndar gleður  minnkandi fylgi Sjálfsstæðisflokksins  undirritaðan en betur má ef duga skal. Flokkurinn verður helst að fá minna en 20% atkvæða til að hægt verði að draga vígtennurnar úr honum. En vilji Sjálfsstæðismenn flokki sínum vel þá ættu þeir að krefjast afsagnar Sigríðar og kjósa nýjan formann. Allt um það, Sigríður Andersen skal verða Hanna Birna II!

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.