Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Greta Thunberg sem Oskar Matzerath

Ein frægasta skáldsaga síðustu aldar er Blikktromman (Die Blechtrommel) eftir Þjóðverjann  Günther Grass. Hún fjallar um furðumanninnn Oskar Matzerath sem kornungur tekur þá ákvörðun að hætta að vaxa og verða aldrei fullorðinn. Hann var stöðugt með blikktrommu í bandi um hálsinn og tjáði sig með henni nema þegar hann komst í ham, þá gaf hann frá sér ískurhljóð svo ógurlegt að gler sprakk í hrönnum.

Túlka má atferli hans sem uppreisn gegn þeim heimi fullorðinna Þjóðverja sem gat af sér nasismann. Af hverju verða fullorðinn ef hinir fullorðnu eru svo barnalegir að  þeir trúa öskurapa eins og Hitler?

Greta Thunberg hætti mestanpart  að borða tíu ára gömul vegna ótta við jarðarhlýnun. Hún hefur því ekki þroskast líkamlega fremur Oskar hinn þýski. Er þessi «vanþroski» uppreisn gegn þeim heimi hinna «þroskuðu» sem stefnir helveg? Stúlkan gefur ekki frá sér ískurhljóð heldur flytur áhrifamiklar ræður og sýnir með svipbrigðum hvaða álit hún hefur á «fullorðnum», «þroskuðum» «leiðtogum». 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni