Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

"Fljótur nú, Simmi minn..."

Einhverju sinni söng Megas: „Fljótur nú, Sámur minn, finndu einhver  patentfrí úrræði“. Túlka má þessi orð sem háð um þá sannfæringu alltof margra Íslendinga á fyrstu eftirstríðsárunum að Sámur frændi myndi redda þeim ef harðbakka slægi.

Alla vega skortir ekki patent-lausnara í íslenskri pólitík, karismatiska klíkuforingja sem bjóða upp á patentlausnir á efnahagsvanda og öðrum ósóma. Og almenningur froðufellir af hrifningu.

Sigmundur Davíð er gott dæmi um patentlausnara, menn minnast enn patenlausnanna sem hann bauð upp á 2013, Leiðréttinguna og allt það. Og almenningur froðufelldi af hrifningu.

Nú er hann kominn aftur á kreik með enn nýjar patentlausnir, „Fljótur nú, Simmi minn, finndu einhver patentfrí úrræði“.

Hann lofar gulli og grænum skógum um land allt. Skattfé skal notað til að kaupa Arionbanka og „gefa“ þjóðinni fyrir skatta sem hún sjálf hefur borgað.

Ætlar þjóðinni enn að breyta sér í læmingjahjörð og hlaupa froðufellandi á eftir Sigmundi?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni