Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Erum við salamöndrur? Um hækkun hafs af mannavöldum

Á millistríðsárunum skrifaði Tékkinn Karel Capek skáldssöguna Salamöndrustríðið. Í sögunni gerist að upprísa gáfaðar salamöndrur sem beita mannkynið þrýstingi til að útvíkka lífsrými sitt. Í fyrstunni gáfu mennirnir eftir en svo braust út styrjöld milli þeirra og sjókvikindanna. Þau grófu risaskurði gegnum láglendi jarðar sem sökk í sæ. Menn urðu að flýja til fjalla.  En allt fór þó vel að lokum, salamöndrurnar fóru í hár saman og tortímdu sér.

Capek vildi með þessu vara við uppgangi nasista og varð sannspár, andstæðingar þeirra gáfu eftir við þá og svo varð stríð.

Nú bendir flest til þess að yfirborð sjávar hækki töluvert vegna hlýnunar jarðar, afleiðingarnar gætu orðið að  milljónir manna sem búa á láglendi verði að flýja, en hvert?  Flest bendir til að sú hlýnun sé af mannavöldum.

Eitt er fyrir sig að ekkert vandamál sögunni hefur verið rannsakað eins gaumgæfilega af vísindamönnum eins og hlýnunarvandinn. Því ekki ótengt er sú staðreynd að vísindamenn í mismunandi greinum hafa komist að niðurstöðum sem skýra má með hlýnuninni. Jöklafræðingar mæla minnkun jökla, kóralfræðingar hnignun kóralrifja, lofthjúpsfræðingar mæla aukin koltvísýring í lofthjúpnum. Veðurfræðingar mæla hitastig sem víðast hækkar þótt það gangi í bylgjum enda veður nokkuð sem  sveiflast til og frá. Og þeir skrá líka aukna tíðni ofviðra. Allt með fulltingi öflugrar tækni, t.d. fylgjast gervitungl grannt með hitastigi hvarvetna á jörðinni.

Sumir telja sig geta hrakið kenninguna um hlýnun af mannavöldum með tilvísun til þess að einstakir fræðimenn hafi fyrir nokkrum áratugum sett fram hrakspár um vistkerfið sem hreint ekki hafi ræst. Málið er að þessir menn höfðu ekki sömu tækni til umráða og nútímavísindamenn, ekki einu sinni Rómarklúbburinn en hann setti fram hrakspár sem ekki rættust. Þó segja sumir að einhverjar þessara hrakspáa hafi afræst af sér sjálfum, þegar menn uppgötvuðu spárnar gátu þeir gert ráðstafanir sem komu í veg fyrir að spárnar rættust.

Hvað sem því líður  má ekki gleyma að vísindakenningar eru fallvaltar, það gildir líka um hlýnunar-kenninguna. Alla vega trúi ég henni þar til annað sannara reynist.  Verði ekkert að gert má vænta þess að þéttbýlt láglendi jarðar verði að miklu leyti  hafinu að bráð.

Gangi það eftir þá getur mannskepnan kallað sig „gáfaða salamöndru“, salamöndru sem heyr stríð við sig sjálfa. En minnumst þess að saga Capeks endaði vel.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni