Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Ég, veiran Kóróna

Sælt veri fólkið! Þið kannist víst við mig, ég er hin ógurlega veira Kóróna sem drepið hefur allnokkurn slatta manna og jafnvel átt þátt í að fella stjórnmálagoð af stalli. Veiran sem sett hefur heiminn á hvolf. Þið vitið sjálfsagt hvernig ég lít út, ég er hnöttótt, alsett öngum, með þeim angra ég menn. Ég nota angana til að ná tangarhaldi á frumum  líkamans og get með því sýkt hann allhressilega.

Nú þykjast menn hafa fundið lyf við  mér, sjálfsagt tekst þeim að ráða niðurlögum mínum tímabundið. Tímabundið, já, vegna þess að ég mun koma aftur í nýju gervi innan tíðar, æra menn og færa á veg Heljar.

„I‘ll be back“.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu