Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.
Donald Lúkasjenkó
Alvaldur Hvíta-Rússlands, Lúkasjenkó, situr sem fastast í forsetahöllinni þrátt fyrir endalaus mótmæli, þótt flest bendi til að kosningaúrslitin hafi verið fölsuð.
Eftir vel flestum sólarmerkjum að dæma hefur Donald Trump tapað forsetakosningunum. En hann þráast við, kemur með órökstuddar yfirlýsingar um kosningasvindl.
Hann mun hafa úrslitin að engu, hann mun eggja stormsveitir sínar til átaka. Götur verða roðnar blóði. Vonandi sigra lýðræðissinnarnir, vonandi verður Trump flæmdur úr Hvíta húsinu.
Gæti hann ekki sótt um pólitískt hæli í Hvíta-Rússlandi?
Athugasemdir