Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

BJARNI BEN OG ÞJÓÐAREIGNIN

Það er kannski rétt hjá Bjarna Benediktssyni að þjóðareign sé lagalegt vandræðahugtak. En hann virðist almennt á móti opinberri eign á auðlindum, kennir hana við sósíalisma og Sovéthrun.

Kannski ætti Bjarni að skella sér til Noregs og upplýsa Norðmenn um það. Opinber eign eða þjóðareign á olíulindunum norsku hefur malað norskum almenningi gull.

Skoðanabróðir Bjarna, Carl I. Hagen, setti fram þá tillögu fyrir hartnær fjörutíu árum að selja skyldi tiltekið olíusvæði einkafyrirtækjum fyrir tíu milljarða norskra króna.

Því var hafnað, olíusvæðið hafði síðast þegar fréttist auðgað Norðmenn um 1050 milljarða norskra króna!

Ef olíulindirnar norsku  teljast þjóðareign á auðlindum þá hlýtur slíkt eignarhald að vera til fyrirmyndar, þ.e. ef rétt er á málum haldið.

Þar stendur hnífurinn í kúnni, ekki er öllum fært að halda rétt á slíkum málum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu