Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Birgir Svan með frumefnahatt

 Birgir Svan Símonarson hefur löngum verið huldumaður í íslenskum

 skáldskap. Enda við hæfi, eru ekki öll góð skáld huldumenn eða álfkonur? Alltént hefur Birgir gefið bækur sínar út sjálfur og lítið komið við sögu bókmenntabáknsins. En má telja költskáld, hann á sér sína  aðdáendur. Nýlega kom út átjánda ljóðabók hans og nefnist „Frumefnahatturinn. Spunahljóð tómleikans“. Fyrsta og besta ljóð bókarinnar ber heitið „Frumefni“. Þar veltir skáldið því fyrir sér hvort ljóðið sé ekki frumefni allra hluta „Ljóð í föstu formi, rennandi eins og vatn, svífandi eins og ský“ (bls 8). Snjöll hugmynd og gott kvæði. Sum kvæðanna eru í þessum hugkvæma, frumspekilega spunastíl, önnur eru jarðbundnari. Yfirleitt er ljóðmælandi, fyrsta persóna eintölu, fyrirferðarmikill í bókinni. Kaupmannahöfn kemur all nokkuð við sögu og safnið merka í Louisana líka.  Auk ljóða má finna örsögur í kverinu en mörkin milli sagna og ljóða óskýr eins og vera ber.

Rétt eins og mörkin milli veru og leiks.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni