Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.

Ára-tugur

Strangt tekið hófst þessi áratugur þann fyrsta janúar 2011. Strangt tekið lýkur honum því þann þrítugastaogfyrsta desember árið  2020. Samt finnst mörgum sem honum muni ljúka nú um áramótin, lítum alltént á síðustu tíu ár og sjáum hvað hæst hefur borið.

Kannski bar lágkúruna hæst, ekki síst þá lágkúru sem fyllir samfélagsmiðla. En hirðum ekki um hana, beinum fremur sjónum okkar að hinni nýju pólitísku lágkúru. Helsti fulltrúi hennar á heimsvísu er sá sem situr í Hvíta húsinu, annar engu skárri býr í Downingstræti 10.

En sá síðarnefndi flokkast seint undir ára (púka), gagnstætt hinum fyrrnefnda. Meðal meðpúka hans má nefna Dutarte á Filipseyjum og Bolsanaro í Brasilíu. Þessir herramenn skeyta engu um almennt siðgæði og náttúruvernd, stefna þeirra (ekki síst Trumps) gæti valdið  vistkerfum jarðarinnar óbætanlegum skaða.

Síðustu tíu ára hafa verið ár þessara ára, við getum því talað um ára-tug.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni