Siðareglur ráðherra

Þessar siðareglur eru enn í fullu gildi. Leiki einhver vafi á því er hægt að lesa hér bréf þar sem Sigmundur Davíð sjálfur staðfestir með eigin undirskrift að þær séu í fullu gildi.
Það er þó fyrst og fremst önnur greinin sem er athyglisverð í dag.
2. gr.
Hagsmunatengsl og hagsmunaárekstrar.
-
Ráðherra forðast hagsmunaárekstra og gætir þess að persónuleg tengsl hafi ekki áhrif á störf sín.
-
Ráðherra leggur sig fram um að tryggja að faglega sé staðið að skipun embættismanna.
-
Ráðherra upplýsir um fjárhagsleg hagsmunatengsl eða önnur slík tengsl sem valdið geta hagsmunaárekstrum.
-
Eyðublað á vegum skrifstofu Alþingis þjónar þessu hlutverki, sbr. reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings. Hafi ráðherra ekki fyllt það út sem þingmaður skal hann gera það þegar í kjölfar embættistöku. Forsætisráðherra getur í samráði við ríkisstjórn ákveðið að kalla með skipulögðum hætti eftir frekari upplýsingum um hagsmunatengsl ráðherra sem birtar yrðu almenningi.
-
Ráðherra beitir sér fyrir því innan ráðuneytis og þeirra stofnana sem undir það heyra að tekið sé á hagsmunaárekstrum strax og þeir koma upp og hann fær vitneskju þar um. Þá skal hann beita sér fyrir því að starfsfólk sé sér meðvitað um mögulega hagsmunaárekstra og leiðir til að koma í veg fyrir þá.
P.S.
Upplýsingar sem koma hér fram eru bæði „formlega“ réttar, tæknilega séð réttar og líka hárréttar og réttar. Tengsl og persónuleg tengsl eru líkt og „strax“ og fleiri orð, teygjanleg hugtök, en þó ekki óendanlega teygjanlegar. Hvort sem eignir maka þíns flokkast undir fjárhagsleg hagsmunatengsl eða bara önnur tengsl má gera ráð fyrir einhvers konar tengingu. Hjónaband er óhjákvæmilega tegund af persónulegum tengslum, hvort sem farið er út í formleg eða teygjanleg fræði.
Athugasemdir