Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Eru furðusögur til?

Eru furðusögur til?

Þetta blogg er framhald af þessari grein.

Eru furðusögur til? Skilgreiningin er að minnsta kosti til en hún rekur ættir sínar til blaðsins furðusögur og þá var hugtakið þýðing á weird fiction. Í dag er orðið notað til skiptis til að tala um fantasíu-bækur eða jafnvel allar bókmenntir sem að einhverju leyti notast við óraunsæ element, bæði galdra-raunsæi, þjóðsögur, vísindasögur, hrylling og svo framvegis. Sumir höfundar eru smeykir við furðusagnastimpilinn en aðrir fagna honum. Í augum sumra eru allar geira-bókmenntir annars flokks, aðrir lesa helst ekkert nema úr ákveðnum geirum og sumir afneita öllum geirum. Jafnvel mjög frægir höfundar sem óneitanlega eru að skrifa vísindaskáldskap hafna þeirri skilgreiningu, mögulega af ótta við að aðrar raunsæislegri bækur þeirra sem teljist til fagurbókmennta falli einhvern veginn niður um flokk. Sjá hugtakið speculative fiction sem Margaret Atwood bjó til svo að bækur eins og Saga þernunnar væri ekki skilgreind sem vísindasaga. Ursula K Le Guin amma furðusögunnar gagnrýndi það. (Og ég vísa reyndar aftur í hana eftir smá þar sem hún gagnrýnir annan höfund).

Ísland er ekki eina landið þar sem rígur ríkir á milli svokallaðra geira-höfunda og þeirra sem telja sig, eða eru taldir skrifa fagurbókmenntir. Nýverið gaf breski höfundurinn Kazuo Ishiguro út bók sína „The buried giant.“ Bókin gerist í Englandi á tímum Artúrs konungs og er með göldrum, riddurum, drekum og risum. Eins og margar háfantasíur. (En þetta er kannski frekar söguleg skáldsaga með furðu-sagna ívafi ef við viljum skilgreina hana enn þrengra).

Í viðtali við New York Times velti hann fyrir sér viðbrögðum lesenda sinna: „Will readers follow me into this? Will they understand what I’m trying to do, or will they be prejudiced against the surface elements? Are they going to say this is fantasy? 

Af ummælunum mætti skilja að lesendur Kazuo líti á fantasískar bókmenntir öðrum augum en aðrar skáldsögur og séu síður líklegri til að lesa þær sem opnum hug. En orð hans um að hann væri alls ekki að skrifa fantasíu reittu suma höfunda til reiði.


Fyrstu tvær bækur höfundarins gerast í Japan, en Kazuo er sonur japanskra innflytjenda. „An artist of the floating world“  er reyndar athyglisverð í ljósi umræðu á Íslandi í dag um ábyrgð listamanna og ég mæli hjartanlega með henni. Kazuo kom aðdáendum sínum á óvart þegar hann fór að skrifa bækur á borð við The Remains of the Day þar sem við skyggnumst inn í líf breskrar yfirstéttar í styrjöldinni en þar sem höfundurinn er alinn upp í Bretlandi en ekki Japan er það ekki sérlega sérkennilegt val á sögusviði (ekki að nokkuð val á sögusviði sé undarlegt í sjálfu sér). Margar af sögum hans hafa verið vísindaskáldsögu-legu yfirbragði en „The buried giant“ var sú fyrsta til að virkilega ganga alla leið yfir í furðusöguna. (Hún verður þó seint sett þangað í bókabúðunum, Kazuo hefur verið gagnrýndur og unnið verðlaun sem annars konar höfundur).

Höfundurinn Ursula K Le Guin réðst hart gegn Kazuo. Sjá. Hún skrifaði:


‘Surface elements,’ by which I take it he means ogres, dragons, Arthurian knights, mysterious boatmen, etc., which occur in certain works of great literary merit such as Beowulf, the Morte d’Arthur, and The Lord of the Rings, are also much imitated in contemporary commercial hackwork. Their presence or absence is not what constitutes a fantasy. Literary fantasy is the result of a vivid, powerful, coherent imagination drawing plausible impossibilities together into a vivid, powerful and coherent story, such as those mentioned, or The Odyssey, or Alice in Wonderland.

Það er að sjálfsögðu alveg rétt hjá henni að margt af því sem við lítum á sem klassísk verk, sígild meistaraverk (mætti jafnvel segja flest) innihaldi fantasíu-element. En ég fékk annan skilning á orð Kazuo þegar ég las samtal hans og Neil Gaiman á Newstatesman um daginn. Gaiman líkt og Le Guin nýtur mikilla vinsælda sem furðusagna-höfundur og líka virðingar (sem er ekki sjálfgefið að fylgi vinsældum), í samtali þeirra kemur margt fram um bókmenntalega fordóma.
 

Kazuo Ishiguro I felt like I’d stepped into some larger discussion that had been going on for some time. I expected some of my usual readers to say, “What’s this? There are ogres in it . . .” but I didn’t anticipate this bigger debate. Why are people so preoccupied? What is genre in the first place? Who invented it? Why am I perceived to have crossed a kind of boundary?

NG I think if you were a novelist writing in 1920 or 1930, you would simply be perceived as having written another novel. When Dickens published A Christmas Carol nobody went, “Ah, this respectable social novelist has suddenly become a fantasy novelist: look, there are ghosts and magic.”


Neil Gaiman sagði svo frá erfiðleikum sínum í byrjun tíunda áratugarins við að fá útgefna barnabók með fantasíu og hryllings-elementi. (Og þakkar JK. Rowling fyrir breytt landslag í þeim efnum). Undir lokin velta þeir tveir fyrir sér að hvaða leyti þessar greiningar á bókmenntum hafa efnahagslegar ástæður. Hryllingssagan er nærri horfin úr bókabúðum sem sérflokkur, horror er orðið að annað hvort fantasy/scifi eða thriller. Á Íslandi fékk hryllingurinn aldrei sérpláss, en glæpasagan er komin með sitt pláss og furðusagan er að ryðja sér rúms. Að sjálfsögðu snýst þessi flokkun að mestu um sölutölur. Til þess að einn flokkur fái sitt rými, sína greiningu þá þarf hann að eiga sinn aðdáendahóp. En verður bókmenntalandslag okkar einhæfara eftir því sem við njörvum þetta niður? Og er þessi áferð, þetta yfirborð góð ástæða til aðgreiningar? Ekki allar bækur með drekum eru eins, alveg eins og ekki allar bækur með lögreglumönnum, morðum, ástarævintýrum og öðru eru svipuð. Bók getur innihaldið alla þessa hluti og enga þeirra og samt sagt okkur margt ... eða ekki neitt.

Hvaðan kemur sú hugmynd að raunsæislegri bækur séu einhvern veginn mikilvægari? Eða sú hugmynd að því minna plott og því minni stíll því meira hafi bókin að segja okkur? 

Hver og einn lesandi hefur sína innbyggðu fordóma, en aftur þá held ég að hagfræðin geti hjálpað okkur að skilja.
Undir lok samtalsins segir Neil frá því að í Kína sé Kommúnistaflokkurinn búinn að aflétta banni á vísindaskáldskap og sé farinn að hvetja til lesturs á honum. Hann hafi gert það þegar í ljós kom að helstu frumkvöðlar bandarískra tæknifyrirtækja lásu slíkar bækur í æsku. (Kemur á óvart?)
Neil veltir fyrir sér í kjölfarið hvort að aukin áhersla á fantasíur og ímyndaða heima sé afleiðing þess að nútíma hagkerfi þurfi meiri sköpunarkraft og ímyndun.

Það er þess virði að velta fyrir sér. Þótt maður vilji kannski frekar ímynda sér að breyttar áherslur í bókalestri komi aðallega af því allir föttuðu að hið borgaralega raunsæi var orðið steingelt og íslenska sveitarómantíkin einungis skemmtileg í enskri þýðingu.

En eru furðusögur virkilega til? Geta þær skarast við svokallaðar fagurbókmenntir? Eða eru bæði hugtök kannski gagnslaus og fólk sem les bara annað hvort að missa af stóru myndinni?

Samtal Gaiman og Ishiguro getið þið lesið hér.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni