Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Friðsemd sprettur af hugrekki

Friðsemd sprettur af hugrekki

Friðarsinni er sú og sá sem skilur að ofbeldi er ævinlega og alltaf röng aðferð og beitir því aðeins heillavænlegum aðferðum til að leysa ágreining. Friðarsinni dregur sig ekki í hlé heldur stígur fram og mótmælir óréttlæti.
 
Friðsemd er ekki byggð á ótta, hugleysi eða hugarórum. Hún sprettur af hugrekki, hugsjón og virðingu fyrir lífinu. Hún verður til með því að læra að mótmæla án ofbeldis.

Friðsemd er gildi sem nauðsynlegt er að tileinka sér: að læra og rækta. Hún er regla sem tengir borgarana saman en ef hún er brotin geta áratugir liðið í óbærilegri ógleði. Starf friðsemdarinnar snýst um að koma í veg fyrir að hefnd og hatur breiðist út um samfélagið og flytjist á milli kynslóða.
 
Friðsemd felur í sér umburðarlyndi og von. Miskunnsemi er ljósið sem lýsir. Sú og sá sem vill verða friðsemdarmaður þarf að tileinka sér líferni án ofbeldis og kúgunar, hreinsa sig af eitrinu.
 
Hún og hann finna til samkenndar með öðrum og rétta hjálparhönd með því að berjast gegn misskiptingu og misrétti. Þau verja mannleg gæði og mótmæla hreyfingum sem byggja á fyrirlitningu gagnvart fólki og náttúru.
 
Jafnvel tungumálið er mengað með karllægu myndmáli úr hernaði: að vera í fremstu víglínu, vera dugleg(ur) eins og herforingi, berjast til síðasta blóðdropa, slá herskildi um eitthvað, dauður er höfuðlaus her, seint er að herklæðast þegar á hólminn er komið, það er ekki góður stríðsmaður sem engin hefur sár. 
 
Ofbeldi er vítahringur dauðans. Ofbeldi nærist á gremju, hefnd, græðgi, lygi, blekkingu, heimsku og virðingarleysi. Ofbeldi og heimska eru vonlaust par sem valda engu nema sundrungu. Friðsemd og viska eru vænlegri félagar sem uppræta þá þætti sem valda deilum og átökum. Þau grafa ekki aðeins stríðsöxina heldur sá og rækta jörðina.
 
Það er líf eftir stríð en það dregur ekki úr ofríki fyrr en reynslu kynjanna af ofbeldi verður jafngild. En tíðkast hefur að útiloka heimakonur frá ákvörðunum um endurreisn samfélaga. Verkefnið er að byggja aftur upp einstaklinga, fjölskyldur, samfélög og þjóðir eftir stríð og ofbeldi. Það verkefni þarf að vera á höndum beggja kynja – þá heppnast það. Allir þurfa að taka þátt, ekki aðeins karlar í einkaþotum.

Friðsemd snýst um aga og taumhald á sjálfum sér og að vera sein/n til vandræða. Hún opinberast jafnframt í samlíðun, hjálpsemi, umhyggju og vinsemd. Að bera hag óviðkomandi fyrir brjósti og að vera viljug/ur til að gera eitthvað sem skiptir máli fyrir aðra og jafnvel að fórna einhverju að eigin gæðum til af svo megi verða.

Hafna ber öllu ofbeldi og málflutningi fyrir ofbeldi, hvaða dulum sem hann klæðist - en um þessar mundir eru 70 ár liðin frá kjarnorkuárásunum og hryðjuverkunum í Japan og 30 ár frá fyrstu kertafleytingunni hér á landi svo glæpurinn gleymist ekki.

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki!

Samtök Friðarhreyfinga standa fyrir kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki á suðvesturbakka Tjarnarinnar og kertum fleytt kl. 22:30, fimmtudaginn 6. ágúst. Kertafleyting í þágu friðar verður við Minjasafnstjörnina á Akureyriá sama tíma.

Ljósmynd/Heiðdís Guðbjörg

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...

Nýtt efni

Metfjöldi inflúensugreininga frá áramótum
Fréttir

Met­fjöldi in­flú­ensu­grein­inga frá ára­mót­um

Um­gangspest­irn­ar eru enn að leika fólk grátt en skarlats­sótt­in hef­ur gef­ið eft­ir.
Af málamyndalýðræði og þjóðaröryggi
AðsentLaxeldi

Af mála­mynda­lýð­ræði og þjóðarör­yggi

Þrír af for­svars­mönn­um nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna VÁ, sem berj­ast fyr­ir því að koma í veg fyr­ir að fyr­ir­tæk­ið Ice Fish Farm hefji sjókvía­eldi í Seyð­is­firði, skrifa op­ið bréf til Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar inn­viða­ráð­herra. Mik­ill meiri­hluti íbúa á Seyð­is­firði vill ekki þetta lax­eldi en mál­ið er ekki í hönd­um þeirra leng­ur. Þau Bene­dikta Guð­rún Svavars­dótt­ir, Magnús Guð­munds­son og Sig­finn­ur Mika­els­son biðla til Sig­urð­ar Inga að koma þeim til að­stoð­ar.
Páll Vilhjálmsson dæmdur fyrir ærumeiðingar
Fréttir

Páll Vil­hjálms­son dæmd­ur fyr­ir ærumeið­ing­ar

Hér­aðs­dóm­ur sak­felldi Pál Vil­hjálms­son fyr­ir að hafa í bloggi sínu far­ið með ærumeið­andi að­drótt­an­ir um blaða­menn. Voru bæði um­mæl­in sem Páli var stefnt fyr­ir ómerkt.
Úr núll í þrjár – Konur bætast við í stjórn SFS
Fréttir

Úr núll í þrjár – Kon­ur bæt­ast við í stjórn SFS

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi voru harð­lega gagn­rýnd í fyrra fyr­ir að hafa ein­ung­is karla í stjórn sam­tak­anna. Á að­al­fundi í morg­un bætt­ust við þrjár kon­ur en 20 eru í stjórn með for­manni.
Róttækur hugsjónaflokkur verður að borgaralegum valdaflokki
Greining

Rót­tæk­ur hug­sjóna­flokk­ur verð­ur að borg­ara­leg­um valda­flokki

Vinstri græn hafa á síð­ustu fimm og hálfu ári tap­að trausti og trú­verð­ug­leika, gef­ið af­slátt af mörg­um helstu stefnu­mál­um sín­um og var­ið hegð­un og að­gerð­ir sem flokk­ur­inn tal­aði áð­ur skýrt á móti. Sam­hliða hef­ur rót­tækt fólk úr gras­rót­inni yf­ir­gef­ið Vinstri græn, kjós­enda­hóp­ur­inn breyst, hratt geng­ið á póli­tíska inn­eign Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og fylgi flokks­ins hrun­ið. Þetta er fórn­ar­kostn­að­ur þess að kom­ast að völd­um með áð­ur yf­ir­lýst­um póli­tísk­um and­stæð­ing­um sín­um.
Ánægja kjósenda VG með ríkisstjórnina eykst
Fréttir

Ánægja kjós­enda VG með rík­is­stjórn­ina eykst

Óánægja með störf rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hef­ur ekki mælst meiri frá kosn­ing­um. Karl­ar eru mun óánægð­ari en kon­ur og höf­uð­borg­ar­bú­ar eru óánægð­ari en íbú­ar á lands­byggð­inni.
Í lopapeysu á toppnum – Vinstri græn brýna sverðin
Greining

Í lopa­peysu á toppn­um – Vinstri græn brýna sverð­in

Lands­fund­ur Vinstri grænna, eins kon­ar árs­há­tíð flokks­ins, var sett­ur í skugga slæmra fylgisk­ann­ana og sam­þykkt út­lend­inga­frum­varps­ins. Við sögu koma stafaf­ura, breyt­inga­skeið­ið og söng­lag­ið „Það gæti ver­ið verra“. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var á staðn­um.
Svíar sitja uppi með íslenska raðnauðgarann Geirmund
Fréttir

Sví­ar sitja uppi með ís­lenska raðnauðg­ar­ann Geir­mund

37 ára Ís­lend­ing­ur, sem ver­ið hef­ur bú­sett­ur í Sví­þjóð frá fæð­ingu, hef­ur fjór­um sinn­um ver­ið dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi gegn kon­um auk fleiri brota. Mál manns­ins, Geir­mund­ar Hrafns Jóns­son­ar, hef­ur vak­ið spurn­ing­ar um hvort hægt sé að vísa hon­um úr landi. Geir­mund­ur hélt 25 ára konu fang­inni í marga klukku­tíma síð­ast­lið­ið sum­ar og beitti hana grófu of­beldi.
Þeir sem vilja hræða fólk til að kjósa sig
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Þeir sem vilja hræða fólk til að kjósa sig

Okk­ur stend­ur ekki ógn af flótta­fólki. Okk­ur stend­ur ógn af fólki sem el­ur á ótta með lyg­um, dylgj­um og mann­vonsku til að ná skamm­tíma­ár­angri í stjórn­mál­um, með mikl­um og al­var­leg­um af­leið­ing­um á ís­lenskt sam­fé­lag til lengri tíma.
Dómur kveðinn upp í máli blaðamanna gegn Páli Vilhjálmssyni
Fréttir

Dóm­ur kveð­inn upp í máli blaða­manna gegn Páli Vil­hjálms­syni

Blaða­mað­ur og rit­stjóri stefndu blogg­ara fyr­ir ærumeið­andi að­drótt­an­ir á síð­asta ári. Hann full­yrti að þeir bæru, beina eða óbeina, ábyrgð á byrlun og stuldi á síma.
Samband Bush og Blair og stríðið í Írak
Hlaðvarpið

Sam­band Bush og Bla­ir og stríð­ið í Ír­ak

Per­sónu­leg­ur vin­skap­ur Tony Bla­ir og Geor­ge W. Bush er ekki síst und­ir í um­fjöll­un Dav­id Dimble­by um að­drag­anda Ír­aks­stríðs­ins 2003. Hlað­varp­ið The Fault Line: Bush, Bla­ir and Iraq er vel þess virði að hlusta á, þótt þú telj­ir þig vita flest sem hægt er um stríð­ið.
Þegar framtíðin hverfur má leita skjóls í eldamennsku
GagnrýniHo did I get to the bomb shelter

Þeg­ar fram­tíð­in hverf­ur má leita skjóls í elda­mennsku

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir brá sér í Nor­ræna hús­ið og rýndi í sýn­ingu lista­manna frá Úkraínu.
Loka auglýsingu