Peningaþvottavél í Mosó?
Áform um nýtt einksjúkrahús í Mosfellsbæ hafa vakið mikla athygli. Enda kom fréttin um þetta eins og þruma úr heiðskýru lofti. Kristján Þór Júlíusson, ráðherra heilbrigðismála, kom af fjöllum og var eins og spurningamerki í framan.
En það fyndnasta er að menn ætla sér að byggja kofann áður en tilskilinna leyfa verður aflað!
Það verður að segjast eins og er að áform af þessu tagi hljóma mjög furðulega. Það á s.s. að leggjast í byggingu húsnæðis upp á tugi milljarða, án þess að fullvissa sé um að öll starfsleyfi séu fyrir hendi.
Ég skil orðið "áhættukapítalisti" ágætlega, en þetta hljómar eins og menn séu tilbúnir að taka alla þá áhættu sem hægt er að taka. Og gott betur en það.
Ragnar Reykás myndi orða þetta svona; ,,Það er skítalykt af málinu."
Í mínum eyrum hljómar þetta eins og PENINGAÞVOTTUR. Besta leiðin til þess að þvo peninga er að koma þeim í fast efni, t.d. steinsteypu.
Segi ekki meir, en þetta er ákjósanlegt verkefni fyrir blaðamenn sem vilja stunda grafandi rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir