Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Brúin í Mostar - öfgar og skautun

Brúin í Mostar - öfgar og skautun

Hinn 9.nóvember er mjög sögulegur dagur, Berlínarmúrinn féll þennan dag árið 1989 og árið 1799 tók Napóleón Bonaparte völdin í Frakklandi. Þar með hófst nýr kafli í sögu Evrópu. Árið 1923 framkvæmdi svo náunginn Adolf Hitler sína Bjórkjallarauppreisn í Þýskalandi, en hún misheppnaðist.

Adolf var dæmdur í fangelsi en notaði tímann þægilega til að skrifa Mein Kampf, Barátta mín. Kristalnóttina árið 1938 bar einnig upp á þennan dag, en þá réðust trylltir nasistar gegn Gyðingum í Þýskalandi. Sú nótt var einskonar upphitun fyrir Helförina.

Súrefni Hitlers var hatur og fordómar. Um sex milljónir gyðinga, 95% af heildarfjöldanum í Evrópu, fengu að gjalda fyrir það með lífi sínu, sem og tugir milljóna hermanna og almennra borgara í seinni heimsstyrjöldinni, sem hann setti af stað í byrjun september árið 1939.

Rúmlega fimm áratugum síðar geisaði svo önnur styrjöld í Evrópu, sú blóðugasta síðan þeirri seinni lauk. Þetta var borgarastríðið í Júgóslavíu. Það grundvallaðist líka að stórum hluta á fordómum og stórveldisdraumum.

Verst var það í Bosníu-Herzegóvínu, sem var eitt af lýðveldum Júgóslvíu. Þennan dag, 9.nóvember, var brú nokkur sprengd í frumeindir sínar, en þetta var brúin í borginn Mostar, en orðið ,,most“ í serbó-króatísku (reyndar rússnesku líka) þýðir brú eða brúarmannvirki.

Brýr eru frábær fyrirbæri, þær gera hið ómögulega mögulegt, þær tengja og þjóna. Þessi brú, yfir ána Neretva í Bosníu var byggð af Ottómanveldinu á 16.öld og var talin vera fyrirtaks dæmi um byggingalist múslima á Balkanskaga.

En á þessum tíma, veturinn 1992, höfðu múslimum og Krótötum í borginni lent saman, en þeir voru einnig að berjast við Serba í blóðugu borgarastríði sem braust út sumarið 1991 og stóð fram í nóvember árið 1995. Verstu fjöldamorð i Evrópu frá lokum seinna stríðs voru framin í Srebrenica sumarið 1995, en þá voru um 7000 múslimskir karlmenna myrtir af Serbum í þessum bæ, sem átti að vera undir vernd Sameinuðu þjóðanna.

Brúin í Mostar, Stari Most, hafði í árhundruð verið álitin tákn um umburðarlyndi og friðsæla sambúð mismunandi þjóðernishópa í Bosníu. En þarna varð hún hatrinu og fordómunum að bráð. Á næsta ári verða liðin 30 ár frá þessum atburði.

Talið er að yfirmaður hers Bosníu-Króata hafi fyrirskipað eyðileggingu brúarinnar og að um 60 fallbyssuskotum hafi verið skotið á hana, þar til hún hrundi. Síðar var hún reyndar endurbyggð og upprunalegir bitar meðal annars hífðir upp úr ánni. Talið er að um 100.000 manns hafi látið lífið í átökunum í Bosníu.

Umburðarlyndi er skortvara í stjórnmálum samtímans. Hatur og fordómar eru á uppleið austanhafs og vestan. Stríð í Úkraínu grundvallast að stórum hluta á fordómum og vísvitandi rangtúlkunum á sögunni. Svokölluð ,,skautun“ er þema samtímans, þar sem skoðanaágreiningur verður nánast óyfirstíganlegur og fjarlægð á milli einstaklinga og hópa eykst.

Í liðnum millikosningum í Bandaríkjunum sögðust margir kjósendur hafa þungar áhyggjur af lýðræðinu í landinu og þar buðu sig fram hátt í um 300 manns sem neita því staðfastlega að Joe Biden sé rétt kjörinn forseti. Trylltur skríll réðist þar á þinghúsið þann 6.janúar árið 2020, hvattur áfram af Donald Trump.

Á Ítalíu eru hægri-öfgamenn komnir til valda, en þar fæddist fasisminn og árið 1922, fyrir réttum 100 árum, komust þeir til valda á Ítalíu undir stjórn fasista nr.1, Benito Mussolini.

Í Svíþjóð er annar stærsti flokkur landsins og einn sá áhrifamesti í nýrri hægri-stjórn, Svíþjóðardemókratar, grundvallaður á hópum og hreyfingum sem aðhylltust eða aðhyllast nasisma.

Á hvaða leið erum við? Hvar endar þessi þróun? Öfl sem aðhyllast frjálslyndi, lýðræði og almenn mannréttindi, verða að spyrna við fótum. Hér er verkefnið ærið.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.