Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Fiskar sá sem rær (um Miðflokkinn og Báknið)

Fiskar sá sem rær (um Miðflokkinn og Báknið)

Það er nauð­syn­legt fyrir hvern kaptein að hafa vind í segl­um. Þetta veit Sig­mundur Dav­íð, for­maður Mið­flokks­ins. Og hann veit líka að það er lífs­nauð­syn­legt að sigla ekki með storm­inn í fang­ið. Í þessu ljósi má skoða nýjasta útspil flokks­ins um bákn­ið, þar sem flokk­ur­inn aug­lýsir eftir reynslu­sögum fólks sem hefur orðið illa úti í sam­skiptum sínum við kerf­ið. Hér er róið á kunn­ug­leg mið; „fiski­mið lýð­hyggj­unn­ar“ þar sem nán­ast alveg er gefið að vel ber í veiði. Á svona veiðum fær eng­inn trollið í skrúf­una eða öng­ul­inn í rassinn, ef út í það er far­ið! Sig­mundur þarf heldur engu að kosta til, bara henda út á netið einu tölvu­póst­fangi og svo er bara að hala krás­irnar inn. Netið er net Sig­mund­ar!

Kapteinn Sig­mundur veit það einnig að eftir mesta „lýð­skrum­s­mál­þóf“ lýð­veld­is­sög­unnar (Orku­pakk­inn, sem nú er að koma í ljós að kostar Alþingi nokkra tugi millj­óna króna), þá var viss hætta á að einmitt logn hefði færst yfir Mið­flokk­inn og hann hefði mögu­lega átt hættu á að falla í gleymsk­unnar dá.

Þess vegna þurfti Sig­mundur að finna mál sem hægt er að gera út á með þeim hætti sem hann hyggst gera í sam­bandi við bákn­ið. Hann hefur hins­vegar ekki skýrt neitt sér­lega vel út, hvað hann á við með orð­inu bákn­ið; er það emb­ætt­is­mann­bákn­ið, er það heil­brigð­is­bákn­ið, eða öll yfir­bygg­ingin á íslensku sam­fé­lagi? Eða hvað á hann við? 

Flokk­ur­inn hefur birt áherslur sínar í sam­bandi við báknið og sækir þar með í smiðju ungra sjálf­stæð­is­manna (SUS), sem börð­ust á seinni hluta síð­ustu aldar undir fra­s­anum „báknið burt.“ Mið­flokk­ur­inn er jú þjóð­ern­is­sinn­aður íhalds og lýð­hyggju­flokkur á hægri væng stjórn­mál­anna. En athygli vekur að Sig­mundur gleymir einu aðal­bákni íslensks sam­fé­lags (senni­lega vilj­and­i), en það er land­bún­að­ar­bákn­ið, sem kostar íslenskan almenn­ing um 15.000 millj­ónir á hverju ári. ­Sig­mundur seg­ist hins­vegar nán­ast „enda­laust heyra sögur um bákn­ið“ á ferðum sínum um land­ið, sama hvert hann fari (Silfur Egils, 10.11 2019). En spurn­ingin er kannski, hvernig bákn vill Sig­mundur eða vill hann bara ekk­ert bákn yfir­leitt? Vill hann kannski „lítið rík­is­vald“ að hætti frjáls­hyggj­unn­ar, það sem ensku­mæl­andi kalla „sm­all govern­ment.“?

Báknið var rætt í Silfri Egils þann 10. nóv­em­ber og þar var ekki annað að skilja á mönnum en að Sig­mundur væri mjög djarfur að leggja út í þessa bar­áttu og vís­uðu menn til merkis flokks­ins, sem er (vænt­an­lega) íslenskt hross, sem rís upp á aft­ur­lapp­irn­ar. Sig­mundi var óskað vel­farn­aðar í kross­ferð sinni gegn bákn­inu, já það var einmitt eins og menn væru að tala um ridd­ara sem væri að leggja í djarfa ferð. ­Sig­mundur er sem sagt aftur sestur á hrossið og ríður nú gegn bákn­inu (minnir svo­lítið á eitt­hvað í sam­bandi við vind­myll­ur). En hross Mið­flokks­ins nýtt­ist þeim Mið­flokks­mönnum vel í umræð­unni um Klaust­ur-­mál­ið, segja má að Mið­flokks­menn hafi allir verið á eins­konar „Ródeó-hrossi“ – sem kastaði af sér öllu óþægi­legu í því máli. Þeir voru jú allir meira eða minna sak­lausir af þessu og það var farið mjög illa með flokk­inn í því máli. Allir voru vondir við Mið­flokk­inn og að sjálf­sögðu var þetta allt saman eitt risa­stórt sam­særi, skipu­lagt af vondu fólki úti í bæ. Því var gott að hafa alvöru ródeó-hross til að nota í að hrista hlut­ina af sér.

Það verður áhuga­vert að sjá hverju nýjasta kross­ferðin hjá ridd­urum Mið­flokks­ins muni skila af sér. Kannski verður að lokum splæst í eina „selfie“ á Aust­ur­velli eins og þegar kross­ferð flokks­ins í Orku­pakka­mál­inu stóð yfir. Þar slógu menn sér á brjóst! En klikki þetta hins­veg­ar, mun „skipp­er­inn“ örugg­lega finna ein­hver önnur mið til að róa á – það verður jú góður skipper að gera! Og sjá til þess að lýð­skrumið skaffi byr í segl­in.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari og starfar því senni­lega í bákn­inu.

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni