Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

ÁLYKTUN DÖGUNAR VEGNA KAUPÞINGSLÁNSINS ÞANN 6.OKTÓBER 2008

ÁLYKTUN DÖGUNAR VEGNA KAUPÞINGSLÁNSINS ÞANN 6.OKTÓBER 2008

Kæri kjósandi.

Vegna umfjöllunar Kastljóss um síðustu helgi hafa stjórnmálasamtökin Dögun sent frá sér eftirarandi ályktun:

Stjórnmálasamtökin Dögun fordæma harðlega þá ákvörðun tveggja æðstu yfirmanna efnahagsmála á Íslandi, sem tekin var þann 6. október árið 2008.

Þá var Kaupþingi veitt neyðarlán upp á 80 milljarða króna, en vitað var fyrirfram að þessir fjármunir myndu tapast að fullu.

Þarna var fjármunum sem næstum hefðu nægt í heilt háskólasjúkrahús kastað á glæ.

Ákvörðun þessi er fordæmalaus í sögu íslenskra efnahagsmála og var skattfé almennings sólundað með glæpsamlegum hætti.

Dögun skorar á þá Geir H.Haarde, fyrrum forsætisráðherra og Davíð Oddsson, þáverandi yfirmann stjórnar Seðlabanka Íslands, að birta hið umdeilda símtal þeirra á millum, þennan örlagaríka dag.

Aðeins með þeim hætti kemur sannleikurinn í ljós, nokkuð sem íslenskur almenningur og raunverulegir eigendur hinna glötuðu milljarða, á heimtingu á.

Sóunin á þessum tugum milljarða króna og sú vanvirðing sem íslenskum skattborgurum var sýnd þennan dag er til ævarandi minkunnar þeim sem hana tóku.

Fyrir hönd Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði:

Framkvæmdaráð Dögunar.

Höfundur skipar 3ja sæti á lista Dögunar í Suðvesturkjördæmi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni