Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Falla stjórnvöld aftur á lýðræðislega samráðsprófinu?

Stjórnvöld hafa gert tvær alvöru tilraunir til þátttökulýðræðis á síðustu árum, fyrst með stjórnlagaþinginu og þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2012 og síðan með svonefndum rökræðufundi um breytingar á stjórnarskrá sem haldinn var í nóvember 2019. Við vitum hver urðu afdrif þjóðaratkvæðagreiðslunnar – niðurstaða hennar var hunsuð – en það kemur í ljós á næstu vikum og mánuðum hvort núverandi ríkisstjórn muni taka mark á niðurstöðum 230 Íslendinga sem voru slembivaldir til þátttöku á rökræðufundinum í fyrra, fundar sem ríkisstjórnin sjálf boðaði til. Nýlegar tillögur um forsetaembættið benda þó til þess að lítið tillit verði tekið til rökræðukönnunarinnar.

Ég ræddi við Sævar Finnbogason, doktorsnema í heimspeki sem leggur stund á lýðræðisrannsóknir, stjórnarmann í Öldu lýðræðisfélagi og einn af þeim sem komu að skipulagningu og úrvinnslu fundarins, en hann varar við afleiðingum þess að stjórnvöld hunsi endurtekið niðurstöður lýðræðislegs samráðs við almenning. Það muni grafa undan trausti á slíkum aðferðum og leiða til þess að fólk sjái ekki ástæðu til að verja tíma sínum í slíkt samráð. En við Sævar byrjuðum okkar spjall á því að ræða um slembivalin borgaraþing og möguleikann á því að efna til slíkra þinga til að ná niðurstöðum í málum sem stjórnmálaflokkarnir virðast ekki ráða við, eins og t.d. fiskveiðistjórnunarkerfið og auðlindaákvæði í stjórnarskrá. 

Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan og einnig er hægt að gerast áskrifandi að hlaðvarpinu í öllum hlaðvarpsöppum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.